Hvernig á að bregðast við einelti á netinu?

Herferð gegn neteinelti.

 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna -UNICEF- hefur hleypt af stokkunum alheims-herferð til höfuðs neteinelti.  Í samvinnu við hópa ungs fólks víðsvegar, sérfræðinga og samfélagsmiðla hefur UNICEF skilgreint tíu atriði í formi jafn margra spurninga sem unglingar vilja vita um neteinelti og hvernig beri að bregðast við því.  Þetta er þýðingarmikið nú þegar ungt fólk er meira á netinu en nokkru sinni fyrr vegna COVID-19 faraldursins.

Neteinelti er einelti sem nýtir sér stafrækna tækni.

Dæmi :

  • Að breiða út ósannindi eða koma öðrum í bobba með því að birta vandræðalegar ljósmyndir af þeim á samfélagsmiðlum.
  • Að senda meiðandi skilaboð eða hótanir á skilaboðamiðlum.
  • Að villa á sér heimildir og senda andstyggileg skilaboð í annars nafni.

Neiteinelti skilur eftir sig stafræn för – og það getur komið í góðar þarfi sem sannanir í því skyni að uppræta slíka framkomu.

Hér eru algengu spurningarnar tíu:

  1. Sæti ég einelti á netinu? Hvernig getur maður greint á milli grins og eineltis?

Allir vinir grínast iðulega, en ef þér finnst gaman meiðandi og telur að aðrir hlæji að þér en ekki með þér er gamanið orðið grátt. Ef það heldur áfram eftir að þú hefur beðið viðkomandi að hætta og það veldur þér vanlíðan, þá getur þetta talist til eineltis.

Og þegar einelti gerist á netinu, getur það dregið að sér óumbeðna athygli frá alls kyns fólki, þar á meðal ókunnugum.

  1. Hver eru áhrif neteineltis?

Herferð gegn neteineltiÞegar netið er vettvangur eineltis getur fórnarlambinu fundist öll spjót standa á sér og það hvergi óhullt -ekki einu sinni heima – og engrar undankomuleiðar auðið. Áhrifin geta verið langvarandi og skaðað fórnarlömb andlega, tilfinningalega og líkamlega.

Fólk getur fælst frá því að tala um eða takast á við vandann af ótta við að verða að athlægi eða sæta harðræði. Í verstu tilfellum getur fólk tekið sitt eigið líf.

3. Við hvern ætti ég að tala ef ég sæti einelti á netinu? Af hverju er mikilvægt að segja frá?

Herferð gegn neteineltiEf þú upplifir einelti, er fyrsta skrefið að leita hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir, til dæmis foreldrum, nánum ættingja eða öðrum fullorðnum.

Oft og tíðum er hægt að leita til ráðgjafa í skóla, íþróttaþjálfara eða uppáhaldskennara.

Og ef þér finnst óþægilegt að tala við þá sem þú þekkir má til dæmis benda á Neyðarsíma Rauða kross Íslands: 1717.

Ef eineltið er á samskiptamiðli kemur til greina að blokkera gerandann og tilkynna miðlinum hegðun hans.

Það getur reynst vel að safna sönnunargögnum, svo sem textaskilaboðum og skjáskotum af færslum á samskiptamiðlum.

Tilkynningar eru lykilatriði í baráttunni við að  binda enda á eineltið.

  1. Ég verð fyrir neteinelti en óttast að tala við foreldra mína. Hvernig get ég nálgast þau?

Herferð gegn neteinelti Ef þú sætir neteinelti er eitt mikilvægasta fyrsta skrefið að tala við fullorðna manneskju sem þú treystir.

Ekki finnst öllum auðvelt að tala við foreldra sína. En þú getur auðveldað það með ýmsu móti. Veldu tíma þegar þú nýtur fullrar athygli þeirra. Útskýrðu hversu alvarlegt vandamál þetta er fyrir þig. Mundu að þau eru kannski ekki jafn vel  að sér í tækninni og þú og því kann að vera að þú þurfir að útskýra ýmislegt fyrir þeim til þess að þau skilja hvað er um að ræða.  

  1. Hvernig get ég hjálpað vini að tilkynna um neteinelti ef hann vill það ekki sjálfur?

Herferð gegn neteinelti Hver sem er getur lent í neteinelti. Ef þú verður þessa var, skaltu bjóða fram aðstoð þína.

Það er mikilvægt að þú hlustir á vin þinn eða vini. Af hverju hafa þau ekki kært eineltið? Hvernig líður þeim? Segðu þeim að þó það sé engin skylda að tilkynna þá sé mikilvægt að tala við einhvern sem geti hjálpað.

Við skulum hafa í huga að vinurinn getur verið mjög viðkvæmur. Vertu góð(ur) við hann eða hana. Hjálpaðu þeim að hugsa hvað þau eigi að segja og við hvern. Vertu með þeim ef þau vilja kæra. Mikilvægast er að minna á að þú sért til staðar og vilijir hjálpa.

  1. Hvernig er hægt að stöðva eineltið án þess að hætta á netinu?

Herferð gegn neteineltiEf þú verður fyrir barðinu á einelti á netinu er eitt ráð að eyða sumum smáforritum eða gefa netnu frí á meðan þú ert að jafna þig. En það er engin langtímalausn að hætta á netinu. Þú gerðir ekkert rangt og því ætti þetta ekki að koma niður á þér. Þetta gæti líka verið gerandanum hvatning til að halda áfram þessari ömurlegu iðju.

  1. Hvernig get ég hindrað að persónulegar upplysingar séu notaðar til að lítillækka mig á samfélagsmiðlum?

Herferð gegn neteineltiHugsaðu þig tvisvar um áður en þú setur færslur á netið eða deilir. Það kann að vera aðgengilegt á netinu áratugum saman og komið þér í koll síðar. Ekki gefa upp upplýsingar á borð við heimilisfang, símanúmer eða nafn skólans sem þú sækir.

Kynntu þér hvernig þú getur varið einkalíf þitt á uppáhalds samskiptamiðlunum. Hér eru nokkrar aðgerðir sem þú getur gripið til:

  • Þú getur ákveðið hver getur sér prófílinn þinn, sent þér bein skilaboð eða gert athugasemdir við færslurnar þínar með þvi að stilla einkalífsstilingarnar.
  • Þú getur kært meiðandi ummæli, skilaboð eða myndir og beðið um að þetta sé fjarlægt.
  • Fyrir utan að henda út af vinalista, getur þú blokkerað fólk þannig að það geti ekki séð prófíl þinn eða náð sambandi við þig.
  • Þú getur líka valið þann möguleika að sumir séu þeir einu sem sjái færlsur þeirra án þess að blokkera þá algjörlega.
  • Þú getur eytt færslum á próflinum þínum eða gert þær ósýnilegar tilteknu fólki.

Á flestum samfélagsmiðlum sjá aðrir ekki að þú hafir blokkerað, kært eða takmarkað færslur þeirra.

  1. Er neteinelti refsivert?

Herferð gegn neteineltiFlestir skólar taka einelti alvarlega og bregðast við því. Ef þú verður fyrir einelti af hálfu samnemenda áttu að tilkynna það innan skólans.

Lagasetning gegn einelti og sérstaklega neteinelti er ný af nálinni og ekki til alls staðar. Samt sem áður er vert að hafa í huga að refsing er ekki endilega besta ráðið til að breyta hegðun netdólganna. Oft og tíðum er farsælla að bæta skaðann og laga samskiptin.

  1. Eru til úrræði gegn einelti fyrir börn og ungt fólk?

Herferð gegn neteineltiHver samfélagsmiðill hefur sín eigin úrræði. Þau gefa notanda kost á að takmarka hver getur séð eða svarað færslum eða getað komist í beint samband sem vinur og bjóða einnig upp á farveg til að tilkynna um brot. Oftar en ekki er auðvelt að blokkera, þagga niður eða kæra neteinelti. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þetta.

10. Netfyrirtæki virðast ekki taka einelti alvarlega, eru þau ekki dregin til ábyrgðar?

Herferð gegn neteineltiNetfyriræki hafa í sívaxandi mæli brugðist við einelti á netinu, við segjum nánar frá því í annari grein en þangað til eru hér nokkrar nytsamlegar krækjur á samfélagsmiðlum

Facebook:  guide 

Instagram: Parent’s Guide og   central hub 

Twitter:  Help Center 

Hér má fræðast um herferð UNICEF:  Cyberbullying campaign

 SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi heldur úti vefsíðu þar sem fræðast má meðal annars um neteinelti:  https://saft.is/born-og-unglingar/neteinelti/

 SAFT hefur tekið saman svokölluð netorðin fimm:

1. Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert.

2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.

3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er.

4. Mundu að efni sem þú setur á netið er öllum opið, alltaf.

5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á netinu.