
Hitamet. Hitabylgjur. Öfgakennt hitafar. Oddviti Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til brýnna aðgerða til að verja milljarða manna um allan heim fyrir afleiðingum hrikalegs hita. Ákall aðalaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna kemur í kjölfar frétta um hitamet og banvænar hitabylgjur frá Bandaríkjunum til Sahel-svæðisins þvert yfir Afríku, og Evrópu til Mið-Austurlanda.

Hundruð manna hafa látist af völdum öfgakennds hita í sumar. 1300 manns létust þannig í Hajj, árlegri pílagrímsferð múslima til Mekka.
„Milljarðar manna glíma við hrikalegar og sífellt banvænni hitabylgjur, þar sem hitastig fer yfir fimmtíu stig – hálfa leiðina að suðumarki,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi í höfuðstöðvum þeirra í New York.

Vernda ber þá sem höllustum standa fæti
Oddviti Sameinuðu þjóðanna minnti á að þótt lamandi hiti væri víða, kæmi hann ekki janf hart niður á öllum. Þeir sem væri berskjaldaðastir væru fátækt fólki í þéttbýli, barnshafandi konur, eldra fólk, fatalð fólk, sjúklingar, uppflosnað fólk og þeir sem byggju í ófullnægjandi húsnæði án kælingar.
Að mati Sameinuðu þjóðanna jókst fjöldi dauðsfalla fólks 65 ár og eldra vegna hita um 85% á síðustu tveimur áratugum. 25% allra barna alast upp við tíðar hitabylgjur en hlutfallið gæti hækkað í nánast 100% um miðja öld, 2050.
„Við verðum að bregðast við þessu með því að auka verulega aðgang að kolefnissnauðri kælingu og auka almenna kælingu, með náttúrulegum lausnum og borgarskipulagi. Nota ber hreinni kælitækni og auka skilvirknina,“ sagði Guterres og hvatti til aukinna fjárveitinga til að vernda samfélög fyrir „loftslagsóreiðunni.“

Verndun starfsfólks
Guterres lagði áherslu á þörfina á að vernda vinnandi fólk.
Rúmlega 70% vinnandi fólks í heiminum eða 2.4 milljarðar, er í hættu vegna öfgakennds hitastigs að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO).
Ástandið er sérstaklega alverlegt í Afríku og Arabaríkjum, þar sem 80-90% vinnandi fólks er útsett. Í Asíu og á Kyrrahafssvæðínu, fjölmennasta heimshlutanum, eru hlutfallið 75%.
Að auki kostar álag af völdum hita hagkerfi heimsins andvirði 2.4 trilljóna Bandaríkjadala frá og með 2030.
„Við þurfum aðgerðir til að vernda vinnandi fólk, sem byggja á mannréttindum,“ sagði Guterres. „Og okkur ber að tryggja að lög og reglur taki tillit til öfgakennds veðurfar, og að þeim sé framfylgt.“
Hann ítrekaði enn og aftur að ríkisstjórnum heims, sérstaklega G20 ríkjunum, einkageira, borgum og landshlutum væri að uppfæra loftslagsaðgerðir til að halda hlýnun jarðar innan við 1.5°C miðað við fyrir iðnbyltingu. Nauðsyn krefði að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og stöðva nýjan kolanámugröft.
„Þeim ber að aðhafast eins og framtíð okkar sé í veði, því sú er raunin.“