Gasasvæðið. Mannúðaraðstoð. Ekki var unnt að flytja mannúðaraðstoð til Gasa í dag 17.nóvember þriðja daginn í röð‘ vegna eldsneytisskorts og hruns fjarskiptakerfis.
Fjarskiptakerfi Gasasvæðisins stöðvaðist síðdegis 16.nóvember eftir að eldsneyti, sem keyrir rafala, þraut. UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálpin, hefur ekki lengur eldsneyti til að koma matvælum frá landamærastöðinni í Rafah og því hefur ekki verið hægt að flytja mannúðaraðstoð til nauðstaddra á Gasasvæðinu. Ísrael hefur takmarkað flutning mannúðaraðstoðar frá Egyptlandi og leggur blátt bann við innflutningi eldsneytis.
Óttast hungur og farsóttir
Aðeins tíundi hluti nauðsynlegra matarbirgða hafa verið flutta til Gasa frá upphafi átakanna. Nánast allir íbúarnir, 2.2 milljónir þurfa á mataraðstoða að halda, að sögn WFP.
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) segir að hungurvofan herji nú á óbreytta borgara vegna matarskorts.
„Veturinn nálgast óðfluga, fólk helst við í óöruggum og ofsetnum skýlum. Hreint vatn skortir og íbuarnir standa frammi fyrir þeim möguleika nú þegar að líða hungur,“ sagði Cindy McCain forstöðumaður hjá WFP.
Matar- og vatnsbirgðir eru nánast gengnar til þurrðar og aðeins örlítill hluti þess sem þarf hefur borist yfir landamærin.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin sagðist í dag hafa þungar áhyggjur af því að farsóttir breiðist út í ofsetnum skýlum, þar sem fólk hírist matar- og vatnslítið.