Rúmlega eitt hundrað ríkisstjórnir hafa komist að samkomulagi, sem felur í sér að binda enda á ofbeldi gegn börnum. Þar af hafa níu ríki skuldbundið sig til að gera líkamlegar refsingar ólöglegar, en þrjú af hverjum fimm börnum sæta slíku á heimilum sínum.
Samkomulagið tókst á tímamótafundi í Bogotá í Kólombíu, fyrsta ráðherrafundi um ofbeldi gegn börnum. Þar eru ráðherrar að leggja lokahönd á heimsyfirlýsingu til varnar börnum frá hvers kyns ofbeldi, grimmd og misnotkun.
Ríkisstjórnir Kólombíu og Svíþjóðar halda ráðstefnuna ásamt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og sérstökum erindreka aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum.
Mörg ríki hafa skuldbundið sig á fundinum til að bæta þjónustu við fórnarlömb ofbeldis í æsku og til þess að berjast gegn einelti. Önnur segjast ætla að fjárfesta í foreldrastuðningi, sem reynst hefur vel í að draga úr hættunni af ofbeldi á heimilum.
Dagleg reynsla milljóna barna
„Þótt hæglega sé hægt að koma í veg fyrir slíkt, er ofbeldi enn dagleg reynsla milljóna barna um allan heim. Sárin setja mark sitt á kynslóð eftir kynslóð,“ segir Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO.
Meir en helmingur allra barna í heiminum eða um einn milljarður, er talinn sæta einhvers konar ofbeldi. Hér getur verið um að ræða illa meðferð í æsku, þar á meðal líkamlegar refsingar sem eru algengasta form barnaofbeldis. Ekki er síður ástæða til að nefna einelti, líkamlegar og andlegar misþyrmingar, auk kynferðislegs ofbeldis. Ofbeldi gegn börnum þrífst oftast á bak við luktar dyr og er sjaldnast kært. WHO telur að færri en helmingur barna segi nokkru sinni frá reynslu sinni og færri en 10% fá hjálp.
40 þúsund dauðsföll
Ofbeldi af slíku tagi er ekki aðeins gróft brot á réttindum barns, heldur eykur það hættuna á heilsufarsvanda til skemmri eða lengri tíma. Sum börn týna lífi eða verða fyrir alvarlegum meiðslum.
Á þrettán mínútna fresti er barn eða unglingur drepið. Þetta þýðir 40 þúsund snemmbær og óþörf dauðsföll á ári. Ofbeldi hefur skelfilegar og æfilangar afleiðingar fyrir aðra.
Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum. Heilbrigðisgeirinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Foreldraráðgjöf hefur reynst vel við að uppræta ofbeldi og skapa jákvæð tengsl foreldra og barna. Þá hafa skólar miklu hlutverki að gegna við að efla lífs- og félagsleikni barna og unglinga og koma í veg fyrir einelti.
Enn má nefna barnvænlega félags og heilbrigðisþjónustu við börn, sem verða fyrir ofbeldi. Löggjöf ber að banna ofbeldi gegn börnum og minnka áhættuþætti á borð við aðgang að áfengi og skotvopnum. Stefna ber að öruggu interneti fyrir börn. Rannsóknir benda til að ríki sem hlúa að þessum þáttum hafi minnkað ofbeldi gegn börnum um allt að 20-50%.
Sérstök fyrirheit voru gefin á ráðstefnunni á afmörkuðum sviðum. Nefna má bann við líkamlegum refsingum, frumkvæði um stafrænt öryggi, hækka lágmarks giftingaraldur og fjárefstina í foreldramenngun og barnavernd.
Lykil tölur:
- Meir en helmingur barna á aldrinum 2-17 – eða meir en milljarður verður fyrir einhvers konar ofbeldi á hverju ári.
- Um 3 til 5 börnum er reglubundið refsað líkamlega á heimilum sínum.
- 1 stúlka af hverjum 5 og 1 drengur af hverjum 7 boys sætir kynferðislegu ofbeldi.
- Frá 25% til 50% barna hafa orðið fyrir einelti.