Heimurinn hefur „breyst meir en nokkru sinni,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær, en Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru óhögguð sem vegvísir til betri framtíðar. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum nýrri herferð „Stöndum við loforðið (Keeping the Promise) þar sem fólk um allan heim verður hvatt til þess að gefa loforð um aðgerði til að gera heiminn betri fyrir alla.
„Það væri auðvelt að gefa upp alla von. En við erum hvorki vonlaust né hjálparvana. Við höfum braut sem hefur verið mörkuð til endurreisnar. Ef við viljum er það í okkar valdi að feta þessa braut,“ sagði hann.
Guterres flutti ávarp á samkomu sem nefnd var SDG Moment um heimsmarkmið ásamt rúmlega þrjátiu þjóðhöfðingjum. Auk umræðna um afleiðingar COVID-19 kom kóreska „k-pop“ hljómsvieitn BTS fram en hún lætur sig heimsmarkmiðin varða.
SDG moment-aðgerðinni var ætlað að fylkja liði um svokallaðan Aðgerðaáratug Decade of Action og átakið „Stöndum við loforðið“
Að sögn Guterres snúast Heimsmarkmiðin um að „safna liði til að bjarga plánetunni og okkur öllum.“
Í augum Sameinuðu þjóðanna er brýn nauðsyn að Heimsmarkmiðin nái fullu skriði á ný. Ekki síður þarf að hindra verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og umbreyta hagkerfum og samfélögum víða um heim.
Afleiðingar COVID
Á síðustu 18 mánuðum hefur COVID-19 sett strik í reikninginn og grafið undan hagkerfuum og lífsviðurværi fólks. Ójöfnuður hefur dýpkað og óttast er að 70 milljónir manna til viðbótar verði örbirgð að bráð.
Á sama tíma hefur árangur í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda verið of hægur. Áfram er gengið á fjölbreytni lífríkisins sem náð hefur ógnvænlegum hraða. Þessu til viðbótar hafa viðbrögð við heimsfaraldrinum verið ójöfn, bóluefni verið misskipt og fátækasta fólk og fátækustu ríki heims borði þyngstar byrðar.
Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna hversu brýnn vandinn er og haf hleypt af stokkunum herferðinni „Stöndum við loforðið“ (Keeping the Promise). Þetta er stafræn herferð þar sem fólk um allan heim er eggjað til að gefa fyrirheit um að grípa til aðgerða í þágu betri framtíðar fyrir alla.
Þátttakendur geta valið á milli 11 loforða sem sækja innblásturs til Heimsmarkmiðanna sautján um sjálfbæra þróun, verkefnalista heimsins um að vernda plánetuna og alla íbúa hennar.