Heimsmarkmið 6. Vatn.
Alþjóðlega vatnsvikan stendur nú yfir í Stokkhólmi og á netinu frá 25. til 29.ágúst. Að þessi sinni er þemað: “Brýr yfir landamæri: Vatn í þágu friðsamlegrar og sjálfbærrar framtíðar.”
Alþjóðlega vatnsvikan hefur verið haldin árlega frá árinu 1991. 15 þúsund eru skráðir til þátttöku frá 193 löndum og landsvæðum. Ýmist sækir fólk ráðstefnuna á gamla mátann með því að vera á staðnum eða tekur þátt á gagnvirkan hátt á netinu. Málefnin sem til umræðu eru, eru landbúnaður, loftslagsaðlögun, matvælaöryggi, fjölbreytni lífríkisins, svo eitthvað sé nefnt.
Heimsmarkmið 6: jafnvel afturför
Sameinuðu þjóðirnar kynna skýrslur um árangur í því að hrinda Heimsmarkmiði númer sex í framkvæmd, en það snýst um að tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu.
Síðustu tölur benda til að þrátt fyrir mikla viðleitni er langt í land með að ná hverju hinna átta undirmarkmiða Heimsmarkmiðs númer 6. Í sumum heimshlutum og hvað tiltekna visa varðar er um hreina afturför að ræða.
Milljarðar manna lifa án aðgangs að öruggu drykkjarvatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu. Rétt innan við helmings drykkjarvatns á heimilinum er ekki hreinsað á fullnægjandi hátt. Sjálfbær stýring vatns og samvinna þvert á landamæri er ófullnægjandi.
Staðreyndir um vatn:
- 2 milljarðar njóta enn ekki aðgangs að öruggu drykkjarvatni. 115 milljónir notast við yfirborðsvatn. (WHO/UNICEF, 2023)
- Sjúkdómar sem berast með vatni eiga stóran þátt í alvarlegustu hamförum síðustu 50 ára og eiga sök á 70% allra dauðsfalla í tengslum við náttúruhamfarir. (World Bank, 2022).
- 60% ferskvatns, hvort heldur sem er ár, vötn eða vatnsæðar, tilheyrir engu einu ríki heldur liggja þvert á landamæri. 153 ríki eiga land sem snertir að minnsta kosti eina af 310 ám eða vötnum eða 468 vatnsæðum, sem liggja þvert á landamæri. (UN-Water, 2023).