Heiðrum hetjur okkar

Peacekeeper Dag

Peacekeeper Dag

30. maí Þema Alþjóðadags friðargæsluliða að þessu sinni er ,,Heiðrum hetjur okkar.”

Alþjóðadagurinn, 29.maí ár hvert, er tækifæri til að heiðra hina svokölluðu “Bláu hjálma” og ómetanlegs framlags þeirra til starfs samtakanna. Ekki síður er þá minnst þeirra rúmlega þrjú þúsund og fjögur hundruð friðargæsluliða sem hafa týnt lífi við skyldustörf á vegum samtakanna frá árinu 1948. 128 létust á síðasta ári.

124 þúsund hermenn, lögreglumenn og óbreyttir borgarar starfa nú að friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í 16 friðargæsluverkefnum á fjórum meginlöndum.

Í ávarpi sínu á Alþjóðlega daginn segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna um friðargæsluliða: ,,Þeir eru holdgerving hins besta í alþjóðlegri samstöðu og vinna af miklu hugrekki á hættuslóðum til að tryggja öryggi fólks sem á verulega undir högg að sækja.”

Frá því friðargæsla Sameinuðu þjóðanna hóf störf 1948, hefur hún smátt og smátt orðið eitt helsta tæki alþjóðasamfélagsins til að fást við margslungin vandamál sem ógna alþjóðlegum frið og öryggi. Alls hafa 171 ein friðargæsluverkefnum verið sinnt af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Rúmlega ein milljón her- og lögreglumenn hafa starfað á vegum samtakanna við friðargæslu auk óbreyttra borgara.

Mynd: UN Photo/Manuel Elias