António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt þá sérhyggju auðugra ríkja þegar bólusetningar við COVID-19 eru annars vegar. “Enginn er öruggur fyrr en við erum öll örugg,” hefur Guterres sagt. Gagnrýnir hann ríkar þjóðir fyrir að hamstra bóluefni.
Sum vestræn ríki hafa pantað svo mikið af bóluefni að það nægir til að bólusetja alla þegnana mörgum sinnum.
Hins vegar benda skoðanakannanir til að miklar efasemdir um bóluefni séu á meðal almennings í sömu ríkjum og hafa varið milljörðum til að kaupa bóluefni. Á sama tíma mun fátækari ríkjum einfaldlega ekki standa bólusetning til boða.
Verðhækkun vegna hamsturs
Hamstur auðugra ríkja hefur valdið svo miklum verðhækkunum að lág- og millitekjuríki hafa tæpast efni á að kaupa nægt bóluefni til að mynda ahjarðónæmi.
Ójafn aðgangur að bóluefni er ekki aðeins óréttlátur heldur óskynsamlegur. Veiran þekkir engin landamæri. Með því að skija ríki og þjóðir eftir útundan verður trauðla unninn endanlegur sigur á veirunni.
Covax er alþjóðleg áætlun um bóluefni sem miðar að því að tryggja skilvirkar bólusetningar á jafnréttisgrundvelli um allan heim.
Að mati sérfræðinga Duke háskólans í Bandaríkjunum verður ekki nægt bóluefni til að bólusetja alla heimsbyggðina fyrr en 2023 eða 2024.
Ein helsta ástæðan er hamstur vesturlanda sem veldur því að lítið er til skiptanna fyrir aðra jarðarbúa.
Kaupa miklu meira en þau þurfa
Svo dæmi séu tekin hefur Kanada tryggt sér bóluefni sem nægir til að bólusetja alla þjóðina fimm sinnum, Bretland og Evrópusambandið alla þegnanna tvisvar til þrisvar sinnum. Bandaríkin gætu bólusett alla vel rúmlega einum og hálfu sinnum nú þegar. Viðræður standa yfir um kaup á bóluefni sem myndu tryggja bólusetningu nærri fjórum og hálfu sinnum.
Upplýsingar liggja ekki fyrir um bóluefni sem Kínverjar og Rússar hafa útvegað sér. Í báðum ríkjum hefur þróun og dreifing bóluefnis verið í höndum ríkisins. Gegnsæi er minna en víða annars staðar um framleiðslu og útflutning.
Covax: jafn aðgangur að bóluefni
Covax er samstarfsverkfni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) https://www.who.int/ og tveggja alþjóðasamtaka (GAVI og CEPI).
Markmið Covax er að útvega tvo milljarða skammta af bóluefni fyrir árslok 2021. Það mndi nægja til að bólusetja alla sem eru í sérstökum áhættuhópum í heiminum.
Til lengri tíma litið er markmiðið að útvega nægilega marga skammta til að bólusetja 20% íbúa þeirra ríkja sem aðstoð þurfa. Ríki sem hafa fjárhagslega burði geta síðan keypt eins marga skammta og þeim sýnist.
Rannsókn sem gerð var í mars á þrssu ári bendr til að aðferð Covax myndi leiða til færri dauðsfalla í heiminum en sú samkeppni sem felur í sér að einokun auðugra ríkja á bóluefni.
Í rannsókninni er kannaðar afleiðingar þess ef 80% bóluefnis væri dreift í samræmi við íbúafjölda ríkja. Slíkt myndi fækka dauðsföllum um 61% af völdum veirunnar. Við núverandi aðstæður þar sem ríku löndin kaupa upp allar birgðir fækkar dauðsföllum aðeins um 33%.
Aukin fjárþörf
Covax hefur tryggt sér 700 milljónir skammta sem er helmingi minna en ESB. Covax vantar því 1.3 milljarða skammta til þess að ná markmiði sínu um 2 milljarða. Sá fjöldi ætti að nægja til að bólusetja áhættuhópa og framlínustarfsfólk um allan heim.
Um miðjan nóvember höfðu tveir milljarðar Bandaríkjadala safnast til að ná því marki að stuðla að jöfnum aðgangi að bóluefni. 5 milljarða er þörf í þágu lág- og millitekjuríkja á næsta ári.
Það er því brýn þörf á því að auknu fé sé veitt til Covax til að tryggja jafnan aðgang að bóluefni því enginn er öruggur fyrr en við erum öll örugg.