Hamfaraflóðum hefur fjölgað um 134% á öldinni

Flóð
Mynd: Vinh Nguyen, Unsplash

Hamförum sem tengjast vatni hefur fjölgað vegna loftslagsbreytinga. Á það jafnt við um flóð og þurrka. Frá því árið 2000 hefur hamfaraflóðum fjölgað um 134% miðað við tvo undangengna áratugi.

 Á sama tíma er stýringu, eftirliti, spám og viðvaranakerfi ábótavant, þau eru sundurlaus og ófullnægjandi. Jafnframt er loftslagsfjármögnun ónóg að því er fram kemur í nýrri skýrslu nokkura stofnana undir stjórn Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO).

Í skýrslunni um ástand loftslagsþjónstu 2021 (The State of Climate Services 2021: Water) , sem kemur út í dag, er sjónum beint að vatni. Þar kemur fram að fimm milljarðar manna munu hafa ónógan aðgang að vatni í einn mánuð eða Meira árið 2050. Sambærileg tala árið 2018 var 3.6 milljarðar.

Aðgerða þörf

Flóð
Mynd:Kelly Sikkema, Unsplash

Hvatt er til þess að gripð verði til tafarlausra aðgerða til að bæta samvinnu um nýtingu vatns, og bæta stefnumótun um vatn og loftslag. Þá er hvatt til aukinna fjárveitinga til þessa málaflokks sem liggur til grundvallar öllum alþjóðlegum markmiðum Heimsmarkmiðanna auk loftslagsaðlögunar og viðnámi við náttúruhamförum.

„Hækkandi hitastig hefur í för með sér breytingar á úrkomumagni jafnt á heimsvísu sem í einstökum heimshlutum. Rigningamynstur breytist og sama máli gegnir um landbúnað. Það hefur gríðarlega mikil áhrif á fæðöryggi, heilsu fólks og vellíðan,,” segir Petteri Taalas, forstjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO).

„Á árinu sem er að líða höfum við orðið vitna að öfgakenndu vatns-tengdu veðurfari. Í Asíu hafa gríðarlegar rigningar valdið flóðum í Japan, Kína, Indónesíu, Nepal, Pakistan og Indlandi. En þetta á ekki aðeins við um þróunarríki því hundruð manna létust og mikið tjón varð í hamfaraflóðum í Evrópu.”

Hættuástand yfirvofandi

Á sama tíma herjar vatnsskortur á mörg ríki, einkum í Afríku. Talið er að tveir milljarðar manna búi á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir og hafi hvorki aðgang að öruggr drykkjarvatni né heinlætisaðstöðu.”

„Við verðum að vakna því hættuástand er yfirvofandi,” segir Taalas.

WMO samræmdi vinnu við skýrsluna en að henni komu 20 alþjóðlegar stofnanir, þróunarstofnanir og vísindastofnanir.