Hafið: vítahringur loftslagsbreytinga

Mynd: Naja Bertolt Jensen/Unsplash

Hafinu stafar umtalsverð hætta af loftslagsbreytingum. Þær bætast við aðrar ógnir af mannavöldum. Málefni hafsins eru í brennidepli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á árinu 2022. Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Lissabon 27.júní til 1.júlí. Þar auð auki stendur yfir í Brest í Frakklandi Ráðstefna um hafið á vegum franskra stjórnvalda með stuðningi Sameinuðu þjóðanna. 

Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að hitastig hækkar, yfirborð sjávar hækkar og hafið súrnar.

Mynd: Milos Prelevic/Unsplash

Höfin súrna þegar þau draga til sín meiri koltvísýring úr andrúmsloftinu og súrefni minnkar að sama skapi.

Breytingar eru líka að verða á mynstri hafstrauma. Allt hefur þetta áhrif á heilbrigði sjávar og sjávarlífvera.

Vítahringur

Þetta á ekki síst við um kóralrif, sem eru þýðingarmikil vistkerfi í sjónum. Þau hafa orðið fyrir barðinu á öllum þremur þáttunum; hækkun hitastigs og yfirborðs og súrnun hafsins.

Súrnunin dregur síðan úr kolefnisbindingu sjávarlífvera á borð við lindýra og krabbadýra.

Enn er ástæða til að hafa áhyggjur af truflunum á hafstraumum. Þær hafa áhrif á klak fiska og ar með á fiskistofna og lífsviðurværi milljóna manna í strandhéruðum byggja afkomu sína á.

Áhrif loftslagsbreytinga á höfin eru því margslungin, flókin og innbyrðis tengd,“ segir Charlotte De Fontaubert sem stýrir deild um „bláa“ hagkerfið hjá Alþjóðabankanum.

 Hvaða hlutverk leika höfin í mildun áhrifa loftslagsbreytinga?

Mynd: Waranont Joe/Unsplash

Höfin gleypa í sig hita. Þau drekka í sig 90% af þeirri hitaukningu sem loftslagsbreytingar valda. Þau binda þar að auki 23% allrar koltvísýrings losunar af mannavöldum.

Vistkerfi á borð við fenjaskóga gegna miklu hlutverki. Fenja- og leiruviður vex en á strandlengjum en ræturnar eru í saltvatni. Þetta auk sæmýra og sjávargrasengja, binda meira kolefni hlutfallslega á hvern fermetra en skógar.

„Loftslagsbreytingar hafa bein áhrif á getu hafsins til að binda kolefni og þannig skapast vítahringur,“ segir  Charlotte De Fontaubert hjá Alþjóðabankanum. „. Við erum rétt að byrja að hafa skilning á með hvaða hætti loftslagsbreytingar grafa undan heilbrigði hafsins.“