António Guterres sór í dag embættiseið öðru sinni sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu kjör Guterres eftir að Öryggisráðið hafði mælti með því að hann gegndi embættinu til fimm ára í viðbót. Guterres tók við emvætti aðalframkvæmdastjóra 1.janúar 2017 af Ban Ki-moon.

Hann er fyrrverandi flóttamannastjóri samtakanna, fyrrverandi forsætisráðherra Portgúals og fyrrverandi formaður Alþjóðasambands jafnaðarmanna. Hann fæddist í Lissabon árið 1948 oger verkfræðingur að mennt. Hann talar portúgölsku, ensku, frönsku og spænsku.