António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áttu í dag fund í New York.
Þau ræddu alþjóðlegar afleiðingar stríðsins í Úkraínu. Jafnframt skiptust þau á skoðunum um loftslagsvána, auk þeirra áskorana sem milliríkjasamstarf glímir við, segir í tilkynningu frá talsmanni aðalframkvæmdastjórans.
Forsætisráðherra er í New York vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.