António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að valdarán hersins í Chile 1973 hefi verið „myrkur tími“.
Í yfirlýsingu í tilefni af hálfrar aldar afmælis valdaránsins heiðraði hann „fórnarlömb þessa myrka tíma og alla þá sem hafa unnið þrotlaust að því að græða sárið og skapa opnara og réttlátara samfélag.“
Að sögn aðalframkvæmdastjórans setti valdaránið mark sitt á kynslóðir Chilebúa, en hafi einnig verið innblástur fyrir baráttu í þágu réttlætis og frelsis.
Snortinn yfir dauða Allendes
„Ég var djúpt snortinn yfir valdaráninu og dauða Salvadors Allende, sjö mánuðum fyrir Nelliku-byltinguna í Portúgal og af frásögnum chileskra flóttamanna, sem ég hitti,“ sagði Guterres
Hann sagði að nýleg tilkynning um skipulagða leit að fórnarlömbum þvingaðra mannshvarfa, sé til marks um þörfina á að efla sögulega minningu. Slíkt sé leið til að sameina þjóðfélagið, leysa óleyst mál og sameiginleg vandamál í þágu framtíðar.
„Öflugt lýðræði í Chile gefur okkur von um að mannkynið, sameinað í fjölbreytileika sínum, geti tekist gifusamlega á við hnattrænar áskoranir,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn.