Góðar fréttir berast út um Evrópu

Icelandic News - UNRIC

 Icelandic News - UNRIC

9.september 2016. Hundruð þúsund eintaka af góðum fréttum var dreift í Danmörku og Noregi og tveimur öðrum Evrópuríkjum í dag.

500 þúsund eintökum af “Heimsins bestu fréttum” var dreift í Kaupmannahöfn, og nokkrum öðrum borgum í Danmörku, þar á meðal í Nuuk í Grænlandi. Þetta er sjöunda árið í röð sem þetta er gert. “Heimsins bestu fréttir” eru blað stútfullt af fréttum um þá framþróun sem er að verða í heiminum, meðal annars þökk sé þróunarsamvinnu og átaki á borð við Sjálfbæru þróunarmarkmiðin.

Í miðborg Kaupmannahafnar stóðu tveir stjórnmálamenn af sitt hvorum vænt danskra stjórnmála hlið við hlið og afhentu vegfarendum, ekki síst hjólreiðafólki, blaðið með góðu fréttunum og ávaxasafa með Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum prentuðum á umbúðirnar.

Þau Kristian Jenssen, utanríkisráðherra úr Venstre og Johanna Schmidt-Nielsen úr hinum vinstri sinnaða Einingarlista voru komin á stjá fyrir allar aldir og komu blöðunum í hendur vegfarenda og ræddu við gesti og gangandi.

arni2

“Það liggur við að ég spyrji á móti, af hverju ekki?”, sagði utanríkisráðherrann þegar tíðindaður UNRIC spurði hann  hvers vegna hann tæki þátt í verkefninu. “Það eru jú bestu fréttir í heimi að heimur batnandi fer, fátækt fer minnkandi og að grettistaki er lyft til að bæta menntun og heilsugæslu jafnt í fátækum ríkjum sem þróaðri ríkjum. Að auki er þetta orðið hefð, því ég hef mætt til leiks undanfarin sex ár.”

“Það er sérstaklega mikilvægt að taka þátt nú þegar Kristian Jenssen og aðrir eru að skera niður þróunarstarf okkar og beina kastljósinu að því að það skilar árangri,” segir Johanna Schmidt-Nielsen í samtal við UNRIC. ´

100,000 eintökum var einnig dreift í Noregi í dag og sama var upp á teningnum í Tékklandi og Litháen. Alls verður þetta endurtekið í 16 Evrópuríkjum, en á sumum stöðum hafa dagur Sameinuðu þjóðanna, 24.október eða Friðardagurinn, orðið fyrir valinu.

“Það er mikil hvatning að þetta frumkvæði hefur breiðst út til annara landa og næsta ár bætast nokkur Afríkuríki í hópinn,” segir verkefnisstjórinn Thomas Ravn-Petersen.

Regnfhífarhópur danskra amannasamtaka, danska þróunarstofnunin (DANIDA) og Sameinuðu þjóðirnar standa að átakinu.

Icelandic News - UNRIC

Myndir: Louise Dyring Mbae/Red Barnet