14.júní 2013 – Í dag er tíundi Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn haldinn um allan heim. Í tilefni dagsins er tækifærið notað til að minna á að traust og örugg blóðgjöf er lífgjöf um leið og blóðgjöfum um allan heim eru þakkaðar gjafirnar sem á ári hverju bjarga milljónum mannslífa.
Það er mikilvæg áminning að í heiminum í dag hafa mörg lönd hvorki aðgang að nægjanlegu blóði né heldur er hægt að tryggja öryggi þess og gæði. Eingöngu er hægt að byggja upp örugga bljóðgjafa þjónustu með reglubundnum frjálsum framlögum blóðgjafa þar sem traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Markmið Alþjóðaheilbrigðismálastöfnunarinnar(WHO) er að öll lönd fái mætt þörfum síns samfélags með gjafablóði ekki síðar en árið 2020. Staðan í dag er sú að eingöngu 60% landa heimsins eru sjálfbær með sitt eigið gjafablóð, hin 40% eru enn háð blóðgjöfum frá fjölskyldu eða þurfa að greiða fyrir blóðgjöf.
„Frjáls framlög blóðs frá heilbrigðum einstaklingum er grundvöllur þess að hægt verði að byggja upp og tryggja fullnægjandi framboð á öruggu blóði í öllum löndum. Vaxandi eftirspurn kallar á fleiri blóðgjafa og á sama tíma þarf að tryggja aðgengi bljóðgjafa að blóðbönkum,“segir Dr Neelam Dhingra, verkefnastjóri Blood Transfusion Safety hjá WHO.
Þemað á 10 ára afmæli Alþjóða blóðgjafadagsins er „Gefðu lífgjöf – Gefðu blóð. Þá er sérstaklega minnt á þurfandi hópa eins og konur og börn sem þjást af alvarlegu blóðleysi, einnig þá sem hafa lent í alvarlegum slysum og þurfa á blóðgjöf, krabbameinssjúka og þá sem vegna blóðsjúkdóma þurfa á reglulegum blóðgjöfum að halda.
Til að mæta blóðþörf á Íslandi þarf um 16.000 blóðgjafa á ári, þetta gera um 70 blóðgjafir á dag af traustu og öruggu blóði. Það tekur minna en tíu mínútur að gefa blóð sem bjargar lífi.
Fyrir áhugasama blóðgjafa á Íslandi er nánari upplýsingar að finna hjá Blóðbankanum.