12 milljarðar vinnudaga tapast árlega vegna þunglyndis og kvíða

Geðheilsa
Mynd: Sidney Sims/Unsplash

Geðheilbrigði. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) hvetja til þess að gripið sé til raunhæfra aðgerða til að takast á við geðraskanir á meðal vinnandi fólks.  

Talið er að 12 milljarðar vinnudaga fari forgörðum vegna þunglyndis og kvíða á ári. Kostar það hagkerfi heimsins sem samsvarar einni trilljón Bandaríkjadala eða milljón milljónum.

Geðheilsa
Mynd: Ümit Bulut /Unsplash

Í nýjum vegvísi WHO og tillögum WHO og ILO um stefnumótun er mælt með að gripið sé til aðgerða í þágu geðheilsu. Þar er bent á hættur sem stafa af miklu vinnuálagi, neikvæðum viðhorfum og öðrum þáttum sem valda úlfúð og óánægju á vinnustöðum. Í fyrsta skipti leggur WHO til þjálfun yfirmanna í því skyni að auka hæfni þeirra til að takast á við álag í vinnu-umhverfi og vinna að úrlausnum með undirmönnum sem eiga undir högg að sækja. 

15% fólks á vinnualdri 

Í skýrslu WHO um geðsjúkdóma  (World Mental Health Report), sem kom út í júní á þessu ári (2022), kom fram að einn milljarður manna glímdi við geðraskanir 2019 og 15% fólks á vinnu-aldri.  Atvinna magnar upp ýmsa þætti í samfélaginu á borð við mismunun og ójöfnuð. Einelti og andlegt ofbeldi eru algeng umkvörtunarefni um áreitni á vinnustöðum, sem hafa neikvæð áhrif á geðheiilsu. Engu að síður hvílir bannhelgi yfir því að ræða eða skýra frá geðheilbrigðis-vanda á vinnustöðum í heiminum.  

Í vegvísinum eru ráðleggingar um hvernig hlúa má að geðheilbrigði starfsfólks, lögð til inngrip til þess að greiða fyrir endurkomu á vinnustað, svo dæmi séu tekin. Sérstaklega er fjallað um verndun starfsfólks í heilbrigðis-, mannúðar-, og hjálparstörfum.

„Þaðer kominn tími til að beina kastljósinu að því hvaða áhrif atvinna getur haft á geðheilbrgði,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO.

Sjá einnig hér.