Gasasvæðið: Bólusetningar á undan áætlun

Kornabarn bólusett í heilsugæslustöð UNRWA í Al-Nuseirat flóttamannabúðunum á mið Gasa.
Kornabarn bólusett í heilsugæslustöð UNRWA í Al-Nuseirat flóttamannabúðunum á mið Gasa. Mynd: UN News/Ziad Taleb

Gasasvæðið. Bólusetningar.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að rúmlega 160 þúsund börn undir tíu ára aldri hafi verið bólusett í herferð á Gasaströndinni. Þetta er meira en stefnt hafði verið að á fyrstu tveimur dögum herferðarinnar.

Þetta er um það bil fjórðungur þeirra 640 þúsund barna sem stefnt er að því að ná til. Samkomulag náðist um hlé á vopnaviðskiptum frá 6 að morgni til 3 síðdegis á fyrirfram ákveðnum svæðum til að greiða fyrir bólusetningum.

Ferial fór með tvær ömmustelpur í Deir El Balah heilsugæslustöðina til að fá bólusetningu við lömunarveiki.
Ferial fór með tvær ömmustelpur í Deir El Balah heilsugæslustöðina til að fá bólusetningu við lömunarveiki. Mynd:UN News/Ziad Taleb

Bólusett við lömunarveiki

Sameinuðu þjóðirnar fóru fram á grið til að bólusetja börn eftir að lömunarveiki greindist fyrsta skipti á Gasa í aldarfjórðung.

Byrjað var að bólusetja á miðhluta Gasa en síðan haldið áfram á suðurhluta og síðan norðurhluta svæðisins. Búist er við að verkinu ljúki á laugardag eða sunnudag.

 “Að fjórum vikum liðnum þarf að ljúka verkinu með seinni bólusetningunni,” sagði Dr. Rik Peeperkorn, fulltrúi WHO.