Gasasvæðið. Mannúðaraðstoð er nú farin að berast Gasasvæðinu. Fyrstu bílalest með neyðaraðstoð var hleypt í gegn frá Egyptalandi til Gasa á sunnudag. Þangað hefur hvorki vatn, matur, lyf, eldsneyti né aðrar lífsnauðsynjar borist frá því átök blossuðu upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael.
Tuttugu vöruflutningabílar fóru yfir landamærin með hjúkrunargögn, tómatmauk, niðursoðinn túnfisk, hveiti og drykkjarvatn fyrir 22 þúsund manns í einn dag. Hundruð bifreiða bíla við landamæri Egyptalands og Gas í Rafah, reiðubúnar að koma nauðstöddum til hjálpar.
Meiri aðstoð barst á sunnudag þegar 14 trukkum var hleypt í gegn, að sögn Martin Griffith framkvæmdastjóra mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum.
„Þetta er vonarneisti fyrir milljónir manna sem sárlega skortir mannúðaraðstoð,“ sagði Griffith. „En við þurfum meira, miklu meira.“
Eldsneytisskortur hamlar hjálparstarfi
Ísrael hefur áður lýst yfir að eldnseytisflutningar til Gasa verði ekki leyfðir.
Philippe Lazzarini forstjóri Palestínuhjálparinnar (UNRWA) segir að stofnun hans verði eldsneytislaus innan þriggja daga, en slíkt skipti sköpum um mannúðaraðstoð á Gasa.
„Án eldsneytis er ekki hægt að útvega vatn, án þess geta sjúkrahús og bakarí ekki starfað. Án eldsneytis er ekki hægt að veita mannúðaraðstoð. Eldnseytisskortur mun herða kyrkingartaka á börnum, konum og íbúum Gasa.“