Mannúðarmál. Gasasvæðið.
Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa varað við því að klór til að hreinsa vatn sé á þrotum á Gasasvæðinu. Á sama tíma hafa mannúðarsamtök fordæmt nýjar árásir á skóla, sem hýsa fólk á flótta undan stríðinu.
Enn er til klór til eins mánaðar, segir Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA).
Börn eru sérstaklega berskjölduð fyrir sjúkdómum sem berast með vatni. Hættan eykst yfir vetrarmánuðina ef Gasabúar neyðast enn til að hafast við í þrengslum í skýlum, þar sem skortur er á vatni og hreinlætisaðstöðu, segir OCHA.
Áhyggjur af lömunarveiki
Dr. Tedros Ghebreyesus forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segir í tísti í dag að hann hafi „þungar áhyggjur af því að staðfest hafi verið að tíu mánaða gamalt óbólusett barn frá Deir al-Balah hafi sýkst af lömunarveiki, fyrsta tilfellið á #Gaza í 25 ár.”
Áður höfðu lömunarveiki (mænusótt)-veirur fundist í skolpsýnum á Gasa í júnímánuði.
Almennur skortur
Mikill skortur er á handsápu, þvottaefni og sjampói, auk sótthreinisefni. Óttast er að þetta auki enn á vandann og smit eigi greiðari leið en ella.
„Jafnvel þótt þessir hlutir séu til á markaði, hefur fólk ekki efni á því,” segir OCHA.
Börn brunnu til bana
Mannúðarstofnanir hafa fordæmt enn eina árás á skóla Sameinuðu þjóðanna í Gasaborg.
„Er engin mannúð lengur til?” spurði Philippe Lazzarini forstjóri UNRWA í tísti. „Börn hafa verið drepin og særð. Sum brunnu til dauða. #Gaza er enginn staður fyrir börn. Þau eru fyrstu fórnarlömb þessa miskunnarlausa stríð. Við getum ekki látið það sem er ólíðandi, verða hversdagslegt.”