A-Ö Efnisyfirlit

Gæsluverndarráðið

Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar var svo ástatt í sumum löndum heimsins að fólk var víða ófrjálst. Sum lönd voru sett undir stjórn annars ríkis samkvæmt tilskipun í lok fyrri heimstyrjaldarinnar. Önnur lönd voru aðskilin frá óvinaríkjum í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Þegar SÞ hófu göngu sína var þessum landsvæðum komið undir sérstaka vernd og þau gerð að svokölluðum Gæsluverndarsvæðum.

Gæsluverndarráðinu var komið á fót sem stofnun SÞ til að hafa eftirlit með félagslegum framförum fólks sem bjó á þessum landsvæðum. Landsvæðin voru upprunalega ellefu, flest í Afríku og við Kyrrahafið.

Fulltrúar

Í Gæsluverndarráðinu eiga sæti fastafulltrúarnir í Öryggisráðinu, það er að segja fulltrúar Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna. Sérhver fulltrúi hefur eitt atkvæði og einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála.

Fundir

Gæsluverndarráðið kom venjulega saman einu sinni á ári í maí og júní. Var þá farið yfir skýrslur frá gæsluþjóðunum og athugað hvort stuðlað væri að sjálfstæði þjóðanna og sjálfsákvörðunarrétti þeirra, farið yfir kvartanir og fulltrúar sendir til að heimsækja gæslusvæði til að athuga hvers konar hjálp væri þörf fyrir. Þar sem síðasta gæsluverndarsvæðið – Palau, sem áður laut stjórn Bandaríkjanna – öðlaðist sjálfstjórn í október 1994 hefur starfsemi ráðsins formlega verið lögð niður eftir næstum hálfrar aldar starfssemi. Ráðið verður aðeins kallað saman ef nauðsyn krefur.

Sameinuðu þjóðirnar fylgjast einnig með fólki sem býr á landsvæðum sem ekki hafa sjálfstjórn. Þessi landsvæði eru stundum kölluð nýlendur og er stjórnað af öðru landi sem ræður málefnum þeirra. Þar sem Gæsluverndarráðið hafði aðeins umsjá með gæsluverndarsvæðunum samþykkti Allsherjarþingið árið 1960 yfirlýsingu um að flýta fyrir sjálfstæði allra nýlendna og allra þjóða. Næsta ár var stofnuð sérstök nefnd með það verksvið að hvetja til sjálfstæðis allra nýlenda. Löndin sem stjórna nýlendunum senda nefndinni reglulega skýrslur um ástand mála í nýlendunum. Frá því að yfirlýsingin var samþykkt hafa um 80 nýlendur öðlast sjálfstæði og allar hafa þær gerst aðilar að SÞ.

Afnám nýlendustefnu

Árið 1945 bjuggu um um 750 milljónir manna, nálægt þriðjungur allra íbúa heimsins á þeim tíma, á landsvæðum sem lutu stjórn annarra ríkja. Þessi lönd, sem kallast nýlendur, voru undir stjórn valdamikilla ríkja þ.m.t. Frakklands, Portúgals og Bretlands. Aðgerðirnar sem kallast „afnám nýlendustefnu“, voru flestar framkvæmdar með aðstoð SÞ. Árið 1960 samþykkti allsherjarþingið yfirlýsingu sem stuðlar að tafarlausu afnámi nýlendustefnu og að koma í veg fyrir skerðingu mannréttinda. Fyrir tilstuðlan þessarar yfirlýsingar eru um 80 af þessum fyrrum nýlendum nú aðildarríki SÞ. Í dag eru íbúar nýlenda komin niður í 1,5 milljónir.

SÞ kerfið

Stofnsáttmáli

Skipurit