Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) fylgist náið með útbreiðslu nýs afbrigðis COVID-19 sem fengið hefur nafnið Mý eftir tólfta bókstafnum í gríska stafrófinu. Þetta afbrigði hefur breiðst út í Suður-Ameríkuríkjunum Kólombíu og Ekvador. Afbrigðið virðist hafa öflugar varnir gegn bóluefnum.
Mý greindist fyrst í Kólombíu í janúar 2021. Þess hefur síðan orðið vart í Suður-Ameríku og Evrópu. Tíðnin er aðeins 0.1% enn sem komið er en hefur færst í aukana í ríkjunum tveimur. Annars vegar er tíðnin 39% af tilfellum í Kólombíu og hins vegar 13% í Ekvador.
Mý er fimmta afbrigðið sem WHO hefur tekið til sérstakrar athugunar frá því í mars
Tæplega 125 þúsund manns hafa látist af völdum COVID-19 í Kólombíu. Rétt tæplega fimm milljónir tilfella hafa verið greind í landinu. .
Þá fylgjast vísindamenn í Suður-Afríku af vakandi áhuga með þróun nýs afbrigðis þar. Það gengur undir vísinaheitinu C.1.2. WHO hefur þó ekki þungar áhyggjur af því .”Tíðnin virðist ekki færast í vöxt”, sagði talskona WHO Dr. Margaret Harris á blaðamannafundi í Genf.