25.maí 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að leiðtogafundurinn um mannúðarmál hafi verið einstakur aburður „jafnt að formi sem innihaldi.“
Leiðtogafundinum sem var hinn fyrsti í sögunni sem helgaður er mannúðarmálum, lauk í gær.
Við lok fundarins sagði Ban við fréttamenn: „Við höfum fé, þekkingu og vitundina til að fara betur með hvort annað. En aðgerða er þörf sem byggja á grundvallaratriðunum fimm í Áætlun fyrir mannkynið,“ sagði Ban og vitnar til skýrslu sem lá til grundvallar störfum leiðtogafundarins.
Hann sóttu 173 aðildarríki, 55 oddvitar ríkja og ríkisstjórna, 350 fulltrúar einkageirans og meir en 2000 frá almannasamtökum. Alls var tilkynnt um 1.500 skuldbindingar, þar á meðal:
• Stofnaður var sjóðurinn Menntun getur ekki beðið til að auka gæði kennslu barna og ungmenna sem orðið hafa fyrir barðinu á hamförum.
• provide quality education to children and youth in crises.
• Nýskipan starfa að mannúðarmálum, svokallað Grand Bargain sem miðar að því að auka skilvirkni mannúðaraðstoðar.
• Alheims félagsskapur um viðbúnað til að efla þau tuttugu ríki sem eru í mestri hættu í heiminum að verða djúpstæðri kreppu að bráð.
• Bandalag milljarðs í þágu mótspyrnu, er félagsskapur sem miðar að því að efla viðnámsþrátt samfélaga um víða veröld til að gera þau stöðugri og öruggari.
Engu að síður lét aðalframkvæmdastjórinn í ljós vonbrigði með að einungis einn leiðtoga sjö helstu iðrníkja heims, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sótti fundinn.
Ban sagði við lok fundarins þar sem hann flutti ávarp ásamt Tyrklandsforseta Recep Tayyip Erdogan, að fundurinn markaði upphaf en ekki endi þróunar.
„Ég mun flytja Allsherjarþinginu skýrslu í september um árangur fundarins. Ég mun leggja til leiðir til þess að þoka skuldbindingum okkar áfram í milliríkjasamskiptum, samskiptum stofnana og á annan hátt.“
Mynd: Ban og Erdogan forseti Tyrklands við lok fundarins í Istanbul. OCHA.