10. desember 2008
Að þessu sinni fögnum við sextugsafmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
um leið og við höldum upp á mannréttindaginn.
Mannréttindayfirlýsingin var samin þegar veröldin var í sárum eftir síðari heimsstyrjöldina. Hún endurspeglar þrá mannkynsins eftir alnsægtum, virðingu og friðsamlegri sambúð.
Samþykkt hennar markaði tímamót. Yfirlýsingin er enn þann dag eitt helsta leiðarljós Sameinuðu þjóðanna.
Þær áskoranir sem blasa við í dag eru jafn tröllauknar og þær sem blöstu við höfundum mannréttindayfirlýsingarinnar.
Við glímum samtímis við neyðarástand á matvælasviðinu og fjármálarkreppu.
Náttúrulegu umhverfi stafar enn hætta af mannkyninu.
Pólitísk kúgun þrífst í allt of mörgum ríkjum.
Og eins og ævinlega eru það þeir sem standa höllustum fæti sem mega þola mest harðræði og kúgun.
Við, hin heppnu, sem höfum sloppið við neikvæðustu afleiðingar hamfara, fátæktar eða óstöðugleika megum ekki loka augunum. Samvirkandi áhrif kúgunar og skeytingarleysis gætu fyrr en varir skotið rótum um allan heim.
Heimurinn allur verður að standa saman um réttindi og sýna samstöðu þegar þau eru brotin.
Það er mín von á mannréttindadaginn að við munum öll axla sameiginlega ábyrgð okkar til að standa við þau gildi sem innisgluð eru í Mannréttindayfirlýsingunni
Ban Ki-moon