FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA SEGIR AÐ Í NÝJU MANNRÉTTINDARÁÐI FELIST TÆKIFÆRI TIL AÐ BLÁSA NÝJU LÍFI Í MIKILVÆGT MANNRÉTTINDASTARF

9. maí 2006. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna hefur gefið út eftirfarandi yfirlýsingu:

Framkvæmdastjórinn fagnar kosningu fyrstu ríkjanna til að sitja í Mannréttindaráðinu og ekki síður mikilli þátttöku aðildarríkja í kosningunni.  Hann telur að í þessu felist almennur stuðningur við að leysa Mannréttindanefndina af hólmi með nýrri stofnun sem geti sinnt mannréttindamálum af meiri skilvirkni og í krafti betri orðstírs. Hann telur að í nýja ráðinu felist einstakt tækifæri til að blása nýju lífi í mikilvægt starf Sameinuðu þjóðanna við að framfylgja ítrustu mannréttindakröfum. 

Sérstaklega mikilvægt er að nýja ráðinu sem hefur störf 19. júní ber að fara yfir mannréttindaástand allra ríkja og byrja á eigin aðildarríkjum. Þetta gefur aðildarríkjunum tækifæri til að sýna stuðning sinn við að efla mannréttindi bæði heimafyrir og erlendis í verki.

Framkvæmdastjórinn óskar aðildarríkjum Mannréttindaráðsins gæfu og gengis nú þegar þeir hefjast handa við að uppfylla gamlan draum mannkynsins um að lifa í heimi þar sem allir njóti almennra mannréttinda.