Þema alþjóðlega dagsins helguðum upprætingu fátæktar að þessu sinni er: “Að brjótast sameiginlega úr viðjum fáæktar”. Með þessu þema er lögð áhersla á nauðsyn á hnattrænu bandalagi þar sem þróuð ríki og þróunarríki taki höndum saman.
Áþreifanlegar en ófullnægjandi framfarir hafa orðið í heiminum í þá átt að ná Þúsaldarmarkmiðunum. Þannig minnkaði örbirgð verulega frá 1990 til 2002 eða úr 28% íbúa þróunarríkj í 19%. Framfarirnar hafa verið mismiklar innan og á milli ríkja og heimshluta. Í stórum hluta Asíu hafa efnahagslegar og félagslegar framfarir lyft nærri fjórðungi milljarðs upp úr varanlegri fátækt. Fjöldi fátækra í Vestur-Asíu og Norður-Afríku hefur verið óbreyttur en aukning hefur orðið á breytingarskeiði í efnahagtslífi ríkja í Austur-Evrópu og Mið-Asíu. Afríka sunnan Sahara er mest á eftir og virðist ólíklegt að Þúsaldarmarkmiðum um að helminga örbirgð fyrir 2015 verði náð.
Engum blöðum er um það að fletta að það verður að gera meira til að ráðast gegn fátækt og vanþróun. Markmið um frjálsari og sanngjarnari viðskipti verða að nást í Doha samningalotunni. Þróuð ríki verða að standa við skuldbindingar sínar um aukna Opinbera þróunaraðstoð og skuldauppgjöf. Þróunarríki verða, fyrir sitt leyti, að forgangsraða Þúsaldarmarkmiðunum og semja áætlanir um hvernig þeim skuli náð heimafyrir. Þeim ber að nýta sér Opinbera þróunaraðstoð til að efla innlenda krafta á sjálfbæran hátt, leggja áherslu á góða stjórnunarhætti og sjónarmið réttarríkis. Og þau ríki sem þegar eru á góðri leið með að ná markmiðunum, geta sett markið enn hærra.
Því miður hefur “hnattrænn félagsskapur um þróun” reynst að mestu orðið tómt. Því verður að breyta. Allir málsaðilar – ríkisstjórnir, einkageirinn, borgaralegt samfélag og hinir fátæku – verða að leggjast á eitt í baráttu gegn fátækt sem mun bæta lífskjör og draga úr mannlegum þjáningum.
Herferðin til að uppræta fátækt – ein helsta siðferðilega áskorun okkar tíma – má ekki verða áhugamál fárra, heldur ætti að vera verkefni fjöldans. Á alþjóðlegum degi helguðum upprætingu fátæktar skora ég á alla að taka þátt í þessari baráttu. Í sameiningu getum við náð raunverulegum árangri í þá átt að binda endi á fátækt.