Á þessu ári hafa verið stigin mikilvæg skref í baráttunni gegn berklum með því að ýtt var úr vör "Aðgerðum fyrir lífið", hnattrænni áætlun til höfuðs berklum 2006-2015. Ef áætlunin verður að fullu framkvæmd mun 14 milljónum mannslífa verða bjargað á næstu tíu árum. 50 milljónumberklasjúklingum til viðbótaðr verður hjúkrað. Ný berklalyf, þau fyrstu í fjörutíu ár, og greiningaraðferðir verða þróaðar. Og nýtt bóluefni gæti umbylt berklavörnum. Þessar spár eru metnaðarfullar en þær eru raunhæfar, ef allir leggja sitt af mörkum til að framkræma berklaáætlunina. Áætlunin er leiðarvísir til að ná því Þúsaldarmarkmiði að draga úr berklum og sjá til að sjúkdómurinn herji ekki á þá fátækustu af öllum fátækum.
Ástand berkla er misjafnt eftir heimshlutum. Meir en helmingur sjúkra býr í Asíu. Kína, Indland, Filippseyjar og Indónesíu hafa nú aukið berklavarnir sínar. Færri tilfelli koma fram á hverju ári í Miðausturlöndum og Suður-Ameríku. Fjöldi tilfella í Austur-Evrópu er nú stöðugur eftir talsverða árlega aukningu undanfarið. Betur má ef duga skal ef ná á til hinna fátæku og annara sem hættast er við að smitast. Sérstaklega þarf að grípa til róttækra aðgerða í Afríku. Það er eina heimsálfan þar sem tilfellum fjölgar rétt eins og HIV/Alnæmi. Á síðasta ári lýstu afrískir ráðherrar yfir að útbreiðsla berkla væri neyðarástand.
Með "Aðgerðum fyrir lífið" búum við yfir nákvæmri áætlun. Ríki hafa skuldbundið sig á fundum hæst settu manna, 8 helstu iðnríkjanna og Alheimsleiðtogafundi SÞ 2005 að skera upp herör gegn sjsjúkdómnum.Til þess að svo megi verða þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að efla berklavarnir með því að styrkja heilbrigðiskerfi, beita sameiginlegum aðgerðum gegn útbreiðslu berkla og HIV og að fjárfesta í rannsóknum.
Við skulum stefna að því á þessum alþjóðlega berkladegi að þokast nær berklalausum heimi. Grípum til aðgerða fyrir lífið.
****