![]() |
Fénu á að verja til að fjármagna áætlanir um heimflutning meir en hundrað þúsund flóttamanna frá nágrannalöndum Súdans á þessu ári auk 25 þúsund manns sem hafa verið á flótta innanlands. Að auki vantar fé til að byggja upp heilsugæslu og skóla, bæta húsaskjól og hreinlæti og aðstoða fólkið við að koma sér fyrir. Í ákalli Flóttamannahjálparinnar segir að flóttamenn glími við ýmsan vandal við heimkomuna og mikilvægt sé að greiða götu þeirra til að þeir geti snúið varanlega heim.
“Þrátt fyrir verulegan árangur á undanförnum tveimur árum, hafa mörg samfélög sem tekið hafa við flóttamönnum átt undir högg að sækja í þeirri viðleitni. Helstu ástæðurnar eru eyðilegging og slæmt ástand innviða á stríðshrjáðum svæðum”, segir í ákallinu.
Á síðasta ári fékk UNHCR meir en 63 milljónir ríkja hjá aðildarríkjum til að fjármagna verkefni í Suður-Súdan. Talið era ð 6.7 milljónir manna hafi verið á flótta frá Súdan þegar friðarsamkomulag var undirritað árið 2005, þar á meðal 2 milljónir frá Darfur. 550 þúsund höfðu flúið til nágrannaríkja