![]() Tala látinna óbreyttra borgara á árinu 2006 er 34.452 auk þess sem 36.685 hafa særst í ofbeldisöldunni. “Fólk hefur verið tekið af lífi án dóms og laga í Bagdad og öðrum landshlutum. Lík sem kastað hefur verið út á götur, í ár eða husluð í fjöldagröfum, finnast með reglubundnu millibili. Í mörgum tilfellum hefur fólkið verið pyntað, bundið á höndum og fótum og stundum hálshöggvið”, segir í mannréttindaskýrslu UNAMI – Aðstoðarsveit SÞ í Írak um tvo síðustu mánuði 2006. Vígasveitir beggja kvísla múslima, Sunníta og Sjíta, eru sagðar bera ábyrgð á voðaverkunum. Sjá meira: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21241&Cr=iraq&Cr1= |