Finnland og Bandaríkin voru á meðal 18 ríkja sem voru kosin í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í gær.
Ríkin 18 munu sitja í ráðinu í þrjú ár frá 1.janúar 2022 að telja.
Finnland fékk 180 atkvæði í kosningunni á Allsherjarþinginu í gær. Finnland var, ásamt Bandaríkjunum og Lúxemborg, kosið sem fulltrúi ríkjahóps Vestur-Evrópu og annara. Finnland hefur einu sinni áður setið í ráðinu 2006-2007 þegar það var nýstofnað.
![](https://unric.org/is/wp-content/uploads/sites/10/2021/10/UN7909260__VM22830_-1024x682.jpg)
„Finnland er reiðubúið að axla ábyrgð og starfa með ólíkum aðilum til þess að tryggja að mannréttindi séu ekki aðeins orðin tóm,“ sagði Pekka Haavisto utanríkisráðherra í gær.
„Reglubundið milliríkjasamstarf og virðing fyrir mannréttindum eru lykilatriði til að tryggja velferð og öryggi finnsks samfélags. Sama máli gegnir um baráttu fyrir friði í heiminum, öryggi og sjálfbæra þróun.“
Finnland sest í ráðið um leið og kjörtímabili Danmerkur lýkur og er því eitt Norðurlandanna í Mannréttindaráðinu.
Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu 2018 í forsetatíð Donalds Trump. Sökuðu þaul stofnunina um hræsni og andúð á Ísrael. Ísland var kosið í þeirra stað.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stofnaði Mannréttindaráðið 2006. 47 ríki sitja hverju sinni í ráðinu.