Samtökin Hreinni Hornstrandir hreinsuðu um fimm tonn af rusli í árlegri ferð sinni til Hornstranda að þessu sinni.
Að þessu sinni varð Furufjörður fyrir valinu, syðst og austast á Hornströndum. 28 sjálfboðaliðar fóru sjóleiðina frá Ísafirði og lentu í Hrafnfirði. Þaðan var farið landleiðinu um Skoraheiði og niður í Furufjörð.
Varðskipið Þór tók þátt í átakinu og var ruslið sem tínt var, flutt um borð í skipið á gúmmibátum.
„Það gekk mjög vel, heppin með veður og hóp. Við söfnuðum svipuðu magni og síðast en tókum heldur stærra svæði svo niðurstaðan er aðeins minna af rusli en fyrir 6 árum sem betur fer,” segir Gauti Geirsson talsmaður átaksins. „Samtals hafa því verið tekin rúm 10 tonn af plasti í þessum litla firði, Furufirði.”
„Áhöfn varðskipsins hitti hópinn fyrir í Furufirði á laugardeginum og var þá hafist handa við að ferja ruslahrúgur, sem safnast höfðu, um borð í varðskipið,” segir á Facebook síðu Landhelgisgæslunnar.
Varðskipið Þór kom afrakstrinum 5,19 tonn til Ísafjarðar, “mest plast og netadræsur”, að sögn Landhelgisgæslunnar.
Hafráðstefnan í Lissabon
Á sama tíma og sjálfboðaliðar hreinsa Hornstrandir, sitja stjórnarerindrekar á rökstólum í Lissabon og ræða ástand sjávar á Hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar eru einmitt til umræðu málefni á borð við plastmengun, súrnun sjávar og afleiðingar loftslagsbreytinga á hafið.
Hornstrandir lögðust í eyði um miðja tuttugustu öld, en þrátt fyrir að íbúarnir séu á brott eykst mengun; hún virðir engin landamæri. Öldum saman hefur rekaviður verið búdrýgindi á Ströndum, en nú verður plast og ýmiss konar úrgangur úr skipum sífellt meira áberandi.
Þótt mannskepnan þurfi ekki að glíma við mengun í líki plastúrgangs og veiðarfæra, eru Hornstrandri friðland og griðastaður íslenska refsins, að ógleymdum þriggja stórra fuglabjarga.
Frá 1975 hefur allt svæðið norðan Skorarheiðar verið friðland. Upphaflega átti heitið Hornstrandið aðeins við um norðurhlutann, en smátt og smátt hefur Hornstrandaheiðið einnig færst yfir á suðurhlutann, Jökulfirðina.
Um hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sjá hér og sjá aðra hlið sama máls hér.