Fjöldi ferðamanna til Parísar er aðeins 5% þess fjölda sem sækir París heim allajafna á hverju sumri. Þótt ekki hafi allir staðir jafn slæma sögu að segja spáir Alþjóða ferðamálastofnunin að fjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka um 60-80% í ár vegna COVID-19 faraldursins. Ferðamenn til Evrópu eru helmingur allra komufarþega í heiminum.
„Það er afar þýðingarmikið að endurreisa ferðageirann. En það bera að gera á öruggan, sanngjarnan og loftslagsvænan hátt,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu. Hún var gefin út í tilefni af útgáfu stefnumótunarskýrslu samtakanna um ferðaþjónustu heimsins og áhrif COVID-19.
Hrun tekna

Búist er við að tekjur gistihúsa og veitingastaða í Evrópusambandsríkjunum minnki um helming í Evrópusambandsríkjunum í ár. Tekjur ferðaskrifstofa um 70% og flugfélaga og skemmtiferðasiglinga um 90% að því er fram kemur í nýlegri skýrslu Evrópuþingsins.
Spánn, Ítalía, Frakkland og Grikkland eru á meðal þeirra ríkja sem mestu tapa. Töpuð innkoma af ferðamönnum kann að vera meir en 3% af þjóðarframleiðslu í Grikkklandi og Portúgal. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (2020 External Sector Report).
Ísland er auðvitað engin undantekning. Sem dæmi má nefna að brrottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 45.600 í nýliðnum júlí. Það er 80,3% færri en í júlí í fyrra að því er fram kemur á heimasíðu Ferðamálastofu.
Mest áhrif Covid
Ferðaþjónustan er ein þeirra atvinnugreina sem um sárast á að binda vegna COVID-19 faraldursins. Hefur það áhrif á hagkerfi, lífsviðurværi fólks, opinbera þjónustu og atvinnutækifæri í öllum heimsálfum.
Útflutningstekjur af ferðamönnum í heiminum gætu minnkað um frá 910 milljörðum Bandaríkjadala til 1.2 milljón milljóna dala. Afleiðingar þessa væru enn víðtækari og gæti minnkað þjóðarframleiðslu heims um 1.5% til 2.8%.
120 milljónir starfa um heim allan eru í hættu. Tíundi hver maður vinnur við ferðaþjónustu og enn fleiri treysta á hana til að afla sér lífsviðurværis beint og óbeint jafnt í þróuðum sem þróunarríkjun, að því er fram kemur í stefnumótunarskýrslu aðalframkvæmdastjórans um ferðaþjónustu og COVID-19.
„Þessi kreppa er mikið áfall fyrir þróuð ríki en í þróunarríkjum felur þetta víða í sér neyðarástand, ekki síst í mörgum litlum þróunar-eyríkjum og Afríkuríkjum,“ segir Guterres í myndbandsávarpi til að fylgja skýrslunni úr hlaði.
„Ferðaþjónusta hefur greitt fyrir því að konur, dreifbýlisfólk, frumbyggjar og aðrir hópar sem sögulega hafa verið á jöðrum samfélagsins hafa aðlagast, valdeflst og aflað tekna.“
Konur sem eru 54% starfsfólks ferðaþjónustunnar í heiminum, ungt fólk og starfsfólk í óformlega hagkerfinu eiga á hættu að tapa mestu.
Fimm forgangsatriði við endurreisn ferðaþjónustu
Aðalframkvæmdastjórinn hefur greint fimm forgangsatriði í stefnumótunarskýrslu sinni:
- Að milda félags- og efnahagsleg áhrif kreppunnar.
- Að efla þanþol á öllum þrepum virðiskeðju ferðaþjónustunnar.
- Að hámarka nýtingu tækni í ferðaþjónustunni.
- Að efla sjálfbærni og grænan hagvöxt.
- Að hlúa að samstarfi til að auðvelda ferðaþjónustunni að styðja enn frekar Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun.
„Við skulum tryggja að ferðaþjónustuan öðlist sinn fyrri sess í að skapa mannsæmandi störf, stöðugar tekjur og verndi menningarlega- og náttúrulega arfleifð okkar,“ sagði Guterres í ávarpi sínu um COVID-19 og ferðaþjónustuna.
Sjá nánar hér.