Félagslegt réttlæti er kjarnahlutverk SÞ á heimsvísu

Barátta fyrir félagslegu réttlætti er meginatriði í viðleitni Sameinuðu þjóðanna á heimsvísu til að efla þróun og mannlega reisn, segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínum á Alþjóðlegum degi félagslegs réttlætis sem haldinn er 20. febrúar ár hvrt. “Það ætti að teljast smánarblettur að allir íbúar heimsins njóti ekki félagslegs réttlætis,” bætir hann við.   

Framkvæmdastjórinn leggur áherslu á í ávarpi sínu að stöðugleiki og velmegun verði ekki tryggð nema lífskjör fólks séu ásættanleg og allir hafi sömu tækifæri.  

 

Alþjóðavinnumálastofnunin (International Labour Organization (ILO)) gaf á síðasta ári út “Yfirlýsingu um félagslegt réttlæti í þágu hnattvæðingar,” sem miðar að því að tryggja öllum sanngjörn úrræði hvað varðar atvinnu, félagslega vernd, félagslegt samráð og grundvallarréttindi á vinnustað. “Þetta er aðeins eitt margra dæma um að Sameinuðu þjóðirnar skuldbinda sig að stuðla að félagslegu réttlæti,” segir Ban í ávarpi sínu.