Fatlaðir taki þátt “í öllum sviðum starfs okkar.”

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði í dag þeim árangri sem náðst hefur í að bæta hag fatlaðra á þessu ári. “Það eru mörg fagnaðarefni í ár. Það voru tímamót þegar Sáttmálinn um réttindi fatlaðra tók gildi í maí,” sagði framkvæmdastjórinn í ávarpi sínu á Alþjóðlegum degi fatlaðra 3. desember. 

Alþjóðdagur fatlaðra í ár er einungis viku fyrir sextugsafmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar minnast beggja atburða undir kjörorðinu: “Virðing og réttlæti fyrir okkur öll.” 

Ban sagði að Sameinuðu þjóðirnar séu enn sem fyrr staðráðnar í að tryggja virka þáttöku og forystu fatlaðs fólks, með því “að sjá til þess að það hafi aðgang og taki þátt í öllum sviðum starfs okkar.” 
 
“Aðgangur að höfuðstöðvum okkar verður eins og best verður á kosið þegar lokið verður við endurbætur. Það er löngu tímabært.” 

Allsherjarþingið hefur lagt áherslu á að tekið sé tillit til fatlaðra á öllum sviðum í Þúsaldarmarkmiðunum um þróun. 80 prósent fatlaðra, meir en 400 milljónir manna- búa í fátækum ríkjum.  

Kjörorð alþjóðsamtaka fatlaðra er “Ekkert um okkur, án okkar.” “Ég hvet ríkisstjórnir og alla hlutaðeigandi til að tryggja að fatlaðir og samtök þeirra séu höfð með í ráðum í öllu þróunarferli. Með þessu móti eflum við þátttöku þeirra og ryðjum brautina fyrir bættri framtíð allra í samfélaginu,” sagði Ban í ávarpi sínu.