Offita. Fátækt. Unglingar. Ný skýrsla Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu leiðir í ljós mikinn mun á mataræði, hreyfingu og þyngd unglinga eftir félags- og efnahagslegum uppruna.
Í nýju skýrslunni er sýnt fram á að heilsa ungs fólks er verri eftir því sem tekjur fjölskyldna þeirra eru lægri.
Skýrslan byggir á tölfræði úr rannsókn, sem náði til 44 ríkja í Evrópu og ríkja í Asíu sem Evrópuskrifstofan þjónar. Í ljós kemur að óheilnæmt mataræði er útbreitt, yfirþyngd og offita fer vaxandi, og ungt fólk hreyfir sig of lítið. Allt eru þetta áhættuþættir varðandi ósmitandi sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein.
Óheilnæmar matarvenjur færast í vöxt
Dregin er upp mynd af mataræði unglinga, sem veldur áhyggjum. Færri en tveir af hverjum fimm unglingum (38%) borða ávexti og grænmeti daglega. Hlutfallið lækkar eftir því sem unglingarnir verða eldri.
Neysla sælgætis og sykraðra drykkja er mjög mikil. Fjórði hver unglingur (25%) segist borða sælgæti eða súkkulaði daglega. Hlutfallið er hærra hjá stúlkum (28%) en drengjum (23%). Hlutfallið hefur hækkað frá sambærilegri könnun 2018, sérstaklega hjá stúlkum.
Tengsl eru á milli félags- og efnahagslegrar stöðu og óheilnæmra matarvenja. Unglingar úr tekjulágum fjölskyldum eru líklegri til að drekka sykraða drykki (18% á móti 15%) og síður líklegri til að borða ávexti (32% á móti 46%) og grænmeti (32% á móti 54%) daglega.
Ofþyngd og offita tekjurlægri er áhyggjuefni
Dr. Martin Weber hjá WHO/Europe segir að tekjulægri fjölskyldur eigi oft og tíðum ekki kost á heilnæmara fæðuvali á viðráðanlegu verði. „Þetta hefur í för með sér að tekjulægra fólk neytir í meira mæli unninna og sykraðra matvæla, sem hafa slæm áhrif á heilsu unglinga.“
Hlutfall yfirþyngdar og offitu er hærra hjá drengjum (27%) en stúlkum (17%). Það er hins vegar verulegt áhyggju að meiri tilhneiging er til offitu og ofþyngdar hjá unglingum tekjulægri foreldra (27%) en hinna efnameiri (18%).
WHO mæilr með að ungt fólk hreyfi sig, að minnsta kosti hóflega, í klukkutíma á dag. Samkvæmt skýrslunni ná aðeins 25% stráka og 15% stelpna þessu marki. Hreyfing minnkar með aldrinum, sérstaklega hjá stúlkum.
Enn á ný er félags- og efnahagslegur munu augljós. Unglingar efnameiri fjölskyldna hreyfa sig töluvert meira. Þetta bendir til að þættir á borð við aðgang að öruggum svæðum og þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi fari eftir tekjum fjölskyldna.
Að takast á við vandann
Evrópuskrifstofa WHO hvetur til aðgerða til að stemma stigu við þessum vanda. Mælt er með heildstæðum aðgerðum með áherslu á eftirfarandi:
- Setja reglur um markaðssetningu matvæla: Að setja strangari relgur um markaðssetningu óheilnæma matvara og drykkjar með börn og unglinga sem markhóp.
- Að efla heilbrigðar matarvenjur: Að auka aðgang að næringarríkri fæðu á viðráðanlegu verði, sérstaklega með fjölskyldur sem standa höllum fæti í huga. Framfylgja ber stefnumótun um aðgerðir til að draga úr neyslu óheilnæmrar fæðu og drykkja.
- Að auka hreyfingu: Að skapa öruggt og opið umhverfi til að unglingar geti hreyft sig. Efla viðleitni til að hvetja unglinga til að stunda líkamlega hreyfingu.
- Markviss inngrip: Að þróa sérhannaðar aðgerðir til að styðja heilbrigða hegðun unglinga, sérstaklega úr illa settum fjölskyldum.
- Að takast á við félagslegan ójöfnuð: Stefnumörkunnar er þörf til að draga úr félags- og efnahagslegum mismun á heilbrigðissviði til að tryggja að allt ungt fólk hafi tækifæri til að lifa heilbrigðu lífi.
Hér má nálgast skýrsluna í heild.
Sjá einnig hér.