Erindreki Sameinuðu þjóðanna í fátækustu ríkjum heims fagnar aukinni rausn iðnríkja

Anwarul K. Chowdhury, fulltrúi SÞ fyrir vanþróuðustu ríkin,landlukt þróunarríki og vanþróaðar smáeyjar (the High Representative for the Least Developed Countries, Landlocked Developing Countries and Small Island Developing States), gaf í gær út yfirlýsingu í kjölfar nýrra talna frá Efnahagssamvinnu- og framfarastofnun Evrópu (OECD).  


“Við fögnum áframhaldandi aukningu aðstoðar sem er lykilatriði í tilraunum til að vinna þessi ríki upp úr fátækt” sagði hr. Chowdhury.  
Chowdhury lét engu að síður í ljós áhyggjur sínar af því að einungis sjö af ríkustu þjóðum heims hefðu náð því markmiði sem samþykkt var í Brussel-aðgerðaáætluninni að verja 0.15 til 0.2% af þjóðartekjum í aðstoð við fátækustu ríkin (LDC-hópinn).