Einn heitasti júlí sögunnar

Júlí heitastur
Amorgos, Grikklandi. Mynd: Árni Snævarr/UNRIC

Nýliðinn júlímánuður var einn sá heitasti sem um getur að sögn Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitabylgjur riðu yfir stóran hluta Evrópu, en sums staðar var þó kaldara en að jafnaði.

Júlí 2022 var einn þriggja heitustu júlímánaða í sögunni.
Júlí 2022 var einn þriggja heitustu júlímánaða í sögunni. Mynd: Unsplash/Todd Kent

Hitastig var nærri 0.4℃ yfir meðaltali áranna 1991-2020 um stóran hluta Evrópu. Suður- og suðvestur Evrópa voru sérstaklega yfir meðaltali, sökum hitabyltjunnar um miðjan mánuðinn.

„Þetta gerist þrátt fyrir að La Niña-fyrirbærið hefur að jafni áhrif til kólnunar,“ segir talskona WMO Clare Nullis.

„Þessa sjást merki sums staðar, en þó ekki um allan heim,“ bætti hún við. „Þetta er einn þriggja heitustu júlímánaða, sem mælst hafa. Hann er aðeins svalari en júlí 2019, en heldur hlýrri en sami mánuður 2016, en munurinn er sáralítill.“

Methiti

 Slegin voru met í Portúgal, vestur-Frakklandi og Írlandi og í Englandi mældist hiti yfir 40℃ í fyrsta skipti. Hitamet vor líka slegin í Wales og Skotlandi.

Mánuðurinn var einnig heitasti júlí frá því mælingar hófust á Spáni. Þar var landsmeðaltalið 25.6°C. Hitabylgjan frá 8.til 26.júlí var sú snarpasta og lengst sem dæmi eru um.

Hitamet júlí
Vestifrðir. Mynd: Árni Snævarr/UNRIC

Þegar upp er staðið var mánuðurinn sá sjötti heitasti í Evrópu frá upphafi.

Hitinn færðist norður og austur og varð hitastig mjög hátt í Þýskalandi og hluta Skandanavía. Hitamet voru slegin á nokkrum stöðum í Svíþjóð.

Óvenjulegt hitastig

 Á sama tíma var hitastig lægra en vanalega að meðaltali á beltinu frá Horni Afríku til suðurhluta Indlands og í stórum hluta mið-Asíu og verulegum hluta Ástralíu.

Sama má segja um svæði sem nær frá Íslandi þvert yfir Skandinavíu um Eystrasaltsríkinn og alla leið niður að Kaspíahafi.

Þá var hitastig lægra að meðaltali í Georgíu og stórum hluta Tyrklands.

Heimskautaís minnkar

 Ís við Suðurskautslandið hefur aldrei verið minni eða 7% undir meðaltali. Ísinn á norðurheimskautinu var 4% minna en í meðalári og var júlí í tólfta sæti yfir tölur yfir minnstu ísþekju frá upphafi mælinga. Uppsafnaður ís var sá minnsti frá því farið var að fylgjast með úr gervihnöttum árið 1979.

Hitamet Júlí
Borgarísjaki nærri Grænlandi. Mynd: AWeith/ Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

Jöklar í Evrópu hafa farið illa út úr sumrinu að sögn Nullis. Snjókoma var með minna móti í vetur í Ölpunum. „Svo bættust hitabylgjurnar við og þær eru slæmar fréttir fyrir evrópska jökla,“sagði Nullis.

Fréttir af Grænlandsjökli eru þó ekki jafn slæmar, því þar hefur ekki verið álíka hiti og í Evrópu.

„Þessar hitabylgjur eru hið nýja eðlilega ástand,“sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO.

Alþjóða veðurfræðistofnunin hefur staðfest að árið 2021 er á meðal sjö heitustu ára sem um getur. Þá var árið það sjöunda í röð þar sem hiti er hærri en 1°C yfir hitastigi fyrir iðnbyltingu