700 þúsund ný COVID-19 tilfelli voru greind á einni viku í Evrópu og er það mesti fjöldi frá því faraldurinn braust út.
Svæðisstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu varar við því að áreiðanlegar farsóttarspár bendi til þess að slökun á reglum geti reynst afdrifarík. Ef haldið yrði fast við að slaka á COVID-19 aðgerðum gæti fjöldi dauðsfalla í janúar 2021 orðið fjórum til fimm sinnum hærri en í april á þessu ári.
„En sömu spámódel sýna líka að með einföldum aðgerðum ásamt styrkri stjórn á fjöldatakmörkunum jafnt á opinberum sem einkasvæðum er hægt að gera krafataverk. Bjarga má allt að 281 þúsundum lífa til 1.febrúar í 53 Evrópuríkjum,” sagði svæðisstjórinn Dr. Hans Kluge á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Sem dæmi um þessar einföldu aðgerðir nefnir Kluge serstaklega „kerfisbundna og almenna grímunotkun…sem færi í 95% úr minna en 60% nú.”
„Þessar spár staðfesta einungis það sem við höfum alltaf sagt: farsóttinn mun ekki sveigja af leið sjálfviljug. Það munum við gera,” sagði Kluge.
7 milljónir tilfella
Staðfest tilfelli á Evrópusvæðinu eru nú orðin fleiri en 7 milljónir og jókst fjöldinn um eina milljón, úr 6 í 7, a aðeins tíu dögum. Síðustu helgi voru 120 þúsund tilfelli grein á einum degi tvo daga í röð 9.og 10.október.
„Þýðir þetta að við séum komin í sömu stöðu og um miðjan mars?” spurði dr. Kluge. „Nei, svo er ekki. Þótt greind séu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri tilfelli á da gen þegar mest var í apríl, eru dauðsföllum fimm sinnum færri.”
Svæðisstjórinn segir að ástæða sé til að hafa verulegar áhyggjur af ástandinu í Evrópa. Smitum og sjúkrahúsinnlögnum fjölgar, þó enn séu þær færri en í apríl. COVID-19 er fimmta algengasta dauðaorsökin í Evrópu og nú deyja 1000 á dag.
Harðari aðgerðir af hinu góða
„Aðgerðir hafa verið hertar í mörgum Evrópuríkjum og það er af hinu góða. Slikt er algjörlega nauðsynleg viðbrögð við því sem töfræðin segir okkur,” bætti Kluge við.
Hann ræddi vangaveltur um algjörar lokanir eins og síðastliðið vor en hann sagði að aðstæður hefðu breyst þvi nú væru viðbrögð betri og markvissari. Slikar lokanir hefðu allt aðra merkingu nú en fyrr á árinu.
„Nú er verið að tala um að grípa til markvissra og tímabundinna aðgerða í nokkrum skrefum. Aðgerðir sem við tökum öll þátt í sem einstaklingar og sem samfélag til þess að minnka afleiðingar á heilsu okkar, hagkerfi og samfélag.“