Efnahags- og félagsmálaráðið er í daglegu tali kallað ECOSOC. Verkefni þess eru efnahagsvandamál, svo sem viðskipti, samgöngur, iðnvæðing og efnahagsleg þróun.
Ennfremur félagsmál, svo sem mannfjöldi, börn, hýbýli, réttindi kvenna og kynþáttamismunun, Þar að auki fíkniefni, glæpir, félagsleg velferð, ungmenni, mannlegt umhverfi og matvæli. Ráðið veitir einnig ráðgjöf um hvernig bæta megi menntun og heilsufar. Það stuðlar að því að skapa virðingu fyrir og hafa eftirliti með mannréttindum og frelsi fólks hvar sem er í heiminum.
54 lönd eiga fulltrúa í ECOSOC. Allir eru valdir á allsherjarþinginu til þriggja ára í senn. Ráðið heldur að jafnaði eitt þing á ári og ákvarðanir þess þurfa meirihluta greiddra atkvæða.
Fundarsalur Efnahags- og félagsmálaráðsins var gjöf frá Svíþjóð og var salurinn hannaður af Svíanum Sven Markelius.
Hlutverk efnahags- og félagsmálaráðsins:
- Vera aðalvettvangur málefna er viðkoma efnahags- og félagslegsmál
- Efla lífsgæði, atvinnu og efnahags- og félagslega þróun
- Leysa alþjóðleg efnahags,- félagsleg- og heilbrigðisvandamál. Ráðið starfar einnig á alþjóðavettvangi með menningar og menntamál
- Stuðla að því að skapa virðingu fyrir mannréttindum og frelsi fólks.
Nefndir
Starfssvið ECOSOC er of yfirgripsmikið til að ein stofnun geti annað því, þess vegna hefur ráðið margar nefndir til aðstoðar.
Sumar eru þekktar sem starfandi nefndir og þær eru ECOSOC ráðgefandi í sérstökum málefnum. Þær eru:
Mannréttindanefnd
Fíkniefnanefnd
Nefnd um félagslega þróun
Nefnd um mannfjölda og þróun
Nefnd um stöðu kvenna
Nefnd um tölfræðileg málefni
Nefnd um varnir gegn glæpum og réttláta meðferð glæpamála
Nefnd um sjálfbæra þróun
Nefnd um vísinda- og tækniþróun
Aðrar nefndir eru svæðisbundnar nefndir sem fást við sérstök vandamál mismunandi landfræðilegra svæða. Þær eru:
ECA Efnahagsmálanefnd fyrir Afríku
ECE Efnahagsmálanefnd fyrir Evrópu
ECLAC Efnahagsmálanefnd fyrir Suður-Ameríku og Karabísvæðið
ESCAP Efnahags- og félagsmálanefnd fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið
ESCWA Efnahags- og félagsmálanefnd fyrir Vestur-Asíu.
ECOSOC er ekki eingöngu háð hinum starfandi og svæðisundnu nefndum, heldur vinnur ráðið einnig með svokölluðum sérstofnunum ásamt ýmsum áætlunum, sjóðum og öðrum undirstofnunum sem taka þátt í verkefnum SÞ. Oft vinna þessir aðilar saman að því að hrinda sérstökum verkenum í framkvæmd.