Nýir tímamótasamningar tryggja að Sameinuðu þjóðirnar aðlagist nýjum tímum

Tákn Sameinuðu þjóðanna.
Tákn Sameinuðu þjóðanna. Mynd: UN Photo/Cia Pak

Dagur Sameinuðu þjóðanna 24.október 2024.

Sáttmálinn um framtíðina og aðrir„nýir tímamótasamningar“, sem Allsherjarþingið samþykkti í september, munu greiða fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar geti tekist á við nýjar hnattrænar áskoranir. Þetta segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri í ávarpi í tilefni af Degi Sameinuðu þjóðanna 24.október.

Í ávarpi sínu bendir Guterres á að sumt af því sem samtökin glíma við í dag hefði verið „óhugsandi,“ þegar þau voru stofnuð 1945. Nægir að nefna loftslagsmálin, stafræna tækni, gervigreind og málefni geimsins.

Upphaf Leiðtogafunar um framtíðina. 22.september 2024.
Upphaf Leiðtogafunar um framtíðina. 22.september 2024. Mynd: UN Photo/Loey Felipe

Allsherjarþingið samþykkti á Leiðtogafundi um framtíðina 22.-23.september Sáttmála framtíðarinnar, Alheimssamning um stafræna tækni og Yfirlýsingu kynslóða framtíðarinnar.

„Saman munu þessir tímamótasamningar greiða fyrir því að Sameinuðu þjóða-kerfið geti aðlagast, endurbæst og endurnýjast til þess að vera í stakk búið að mæta breytingum og áskorunum í kringum okkur og skilað árangri í allra þágu,“ segir Guterres.

Vettvangur fyrir alheimslausnir

Aðalframkvæmdastjórinn bendir á að frá stofnun 1945 hafi Sameinuðu þjóðirnar verið vettvangur ríkja til að sameinast um alheimslausnir á alheimsvandamálum.

„Lausnir sem dregið hafa úr spenna, hafa byggt brýr og stuðlað að friði. Lausnir sem miðað hafa að því að uppræta fátækt, glæða sjálfbæra þróun og slá skjaldborg um þá sem minnst mega sín. Lausnir til að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til fólks sem býr við átök, ofbeldi efnahagsleg áföll og loftstlags-hamfarir. Lausnir sem stuðla að réttlæti og jafnfrétti fyrir konur og stúlkur.”

António Guterres tekur við trúnaðarbréfi Önnu Jóhannsdóttur sem fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.
António Guterres tekur við trúnaðarbréfi Önnu Jóhannsdóttur sem fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Mynd: Eskinder Debebe/UN Photo.

Von er ekki nóg

 Hann segir að þótt Sameinuðu þjóða-kerfinu beri að breytast til að aðlagast nýjum áskorunum, muni starfið „ætið standa föstum rótum í tímlausum gildum Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum og í reisn og mannréttindum hverrar manneskju.”

Starfsmaður Flóttamannahjálparinanr (UNHCR) dreifir matvælaaðstoð.
Starfsmaður Flóttamannahjálparinanr (UNHCR) dreifir matvælaaðstoð. Mynd: UN Photo

Hann bætir við: „Í hrjáðum heimi okkar, er von ekki nóg. Vonin krefst ákveðinna aðgerða og fjölþjóða lausna í þágu friðar, sameiginlegrar velmegunar og blómstrandi plánetu. Vonin þarf á því að halda að allar þjóðir leggist á árarnar sem ein. Vonin þarf á Sameinuðu þjóðunum að halda. Á Degi Sameinuðu þjóðanna hvet ég allar þjóðir að leyfa þessu leiðarljósi veraldarinnar og hugsjónum þess að skína skært.“

Sjá einnig hér og hér.