COVID-19: Kjöraðstæður fyrir heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi COVID-19
Kynbundið ofbeldi: oftast er gerandi nákominn fórnarlambinu. Sydney Sims on Unsplash

Heimilisofbeldi eykst hröðum skröfum um allan heim vegna sérstakra aðstæðna af völdum útbreiðslu kórónaveirunnar, COVID-19.

Fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefur þrefaldast í Kína, aukist um14% í Finnlandi, um rúmlega 20% í Bandaríkjunum og á Spáni um um þriðjung í Frakklandi og Singapore svo dæmi séu tekin.

En þetta eru þau dæmi sem fréttst hefur um og áreiðanlega er ekki öll sagan sögð. Skýringarnar eru hvarvetna þær sömu: konur eru innikróaðar vegna aðstæðna á heimilum með ofbeldihneigðum sambýlismanni.

Phumzile Mlambo Ngcuka forstjóri UN Women

„Einangrunin eykur á þá spenna og álag sem hefur skapast vegna áhyggna af heilsu, öryggi og fjárhag,“ segir Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstjóri UN Women.

Þriðja hver kona

Hafa ber í hug að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að þriðja hver kona verði fyrir líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi á ævi sinni, oftast af hálfu kærasta, eiginmanns eða sambýlismanns. Heimilisofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot heims en jafnframt það sem sjaldnast fréttist um.

Farsóttir auka ójöfnuð á fjölmargan hátt og heimilisofbeldi færist í vöxt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna minnkar og konur verða að axla enn stærri hluta heimilisstarfa og umönnun barna og sjúklinga sem stundum verður til þess að konur verða að hætta í vinnu.

Drottnun og ofbeldi fyrir luktum dyrum

Heimilisofbeldi eykst á krepputímum því þá eykst þörf gerenda til að leita útrásár fyrir valda- og drottnunargirnd sína á kostnað fórnarlamba sinna.

„Konur einangrast með ofbeldishneigðum maka, eru skildar frá því fólki og þeim úrræðum sem best gagnast þeim. Þetta eru kjöraðstæður fyrir drottnun og ofbeldi fyrir luktum dyrum, segir Phumzile Mlambo-Ngcuka forstjóri UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Gerendur geta fært sér veirun og öryggis ráðstafanir í nyt til þess að stjórna ferðum og daglegri virkni fórnarlamba sinna. Aukinn neysla áfengis og fíkniefna er stundum olía á eldinn þegar fólk kemst hvorki lönd né strönd frá heimilum sínum. Og til að bæta gráu ofan á svart þá takmarka útgöngubönn víða möguleika fórnarlamba til að komast á brott til að leita hjálpar og nýta stuðningskerfi og leita í skjól.

Ástæða er til að hafa áhyggjur af auknum fjölda hringinga í neyðarlínur. Hins vegar eru ekki allir svo heppnir að geta yfirleitt hringt því konur losna illa við ofsækjendur sínar vegna aðstæðna. Á Ítalíu hefur þannig hringingum í neðarlínur fækkað. Á hinn bóginn hafa konur getað látið vita af sér með því að senda skilaboð á spjallrásum og samskiptamiðlum stuðningshópa.

Kvennaathvarfið í Reykjavík opið

„Kvennaathvarfið er opið og alltaf hægt að hringja í okkur og fá ráðgjöf og stuðning,” sagði Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðukona Kvennaathvarfsins en hún var gestur á upplýsingafundi Landlæknisembættisins og Ríkislögreglustjóra 7.apríl.

„Sumar konur upplifa eins og þær eigi ekki heima hjá okkur í athvarfinu, að ástandið sé ekki nógu alvarlegt hjá þeim eða ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Best er að hringja í okkur og ræða málin. Þetta eru óvenjulegir tímar og óvenjulegar aðstæður en við höfum líka ýmis úrræði á úrræðalista okkar.”

Alheimsvandi

COVID-19 heimilisofbeldi.
Vandinn er gríðarlegur í fátækrahverfum og flóttamannabúðum.

Aukning heimilisofbeldis er vandamál á heimsvísu. Gro Lindstad oddviti norsku kvennasamtakanna Focus segir í viðtali við Klassekampen að ástandið á Vesturlöndum hljóti að blikna í samanburði við vandann víða annars staðar.

„Alþjóðlegir samstarfsaðilar okkar hafa þungar áhyggjur af ástandinu í fátækrahverfum Indlands, favelas í Brasilíu og dreifbýli í Afríku,“ segir Lindstad. „Margar konur í Asíu og Afríku hafa engann til að leita til og geta hvergi flúið. Sama gildir um flóttamannabúðir. Maður getur vart ímyndað sér aðstæður berskjaldaðra stúlkna og kvenna í Moria-búðunum í Grikklandi þegar hjálparstarfsmennirnir eru á bak og burt.“

Hvað ber að gera?

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt ríkisstjórnir heims til þess að takast á við heimilisofbeldi í öllum COVID-19 aðgerðum sínum. Þar á meðal hvatti hann til þess að auka fjárfestingar í neyðarlínum á netinu, stuðningi við almannasamtök, að tryggt yrði að haldið yrði áfram að sækja gerendur til saka, auk þess að kvennaathvörf yrðu skilgreind sem grundvallarþjónusta.  „Það verður að búa til leiðir til þess að konur geti leitað aðstoðar án þess að gerendur verði þess varir,“ sagði Guterres í myndbands-ávarpi.

Ef kvennaahvörf eru skilgreind sem grundvallarþjónusta þar sem útgöngubann ríkir getur starfsfólk þess sent börn sín í skóla og á barnaheimili og starfssemin þannigi tryggð. Þetta hefur til dæmis verið gert í Noregi.

Skilaboðin til fórnarlamba heimilisofbeldis ættu að vera skýr í hverju landi: jafnvel þeir sem sæta einangrun og útgöngubanni ættu að geta leitað sér aðstoðar.

Kvennaathvarfið:  Þolendur og aðstandendur geta haft samband til að fá stuðning og/eða ráðgjöf í síma 561 1205. Í neyðartilfellum á alltaf að hafa samband við 112. Sjá nánar hér.

Nánari upplýsingar um heimilisofbeldi og COVID-19 hér.