„Ógnvekjandi fyrirsagnir um aukið kynbundið ofbeldi vegna COVID-19 hafa sést um allan heim, en það er aðeins eitt dæmi um að stúlkur og konur hafa orðið hlutfallslega harðast úti í faraldrinum“, segir í grein eftir Pernille Fenger forstjóra Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum. Tilefni greinarinnar er Alþjóðlegi mannfjöldadagurinn.
„Umskurður stúlkna og barna-hjónabönd voru dapurleg staðreynd áður en COVID-19 faraldurinn skall á, en nú bætist við að faraldurinn grefur undan viðleitni til að uppræta þessi skaðlegu fyrirbæri. Þess vegna eru enn fleiri stúlkur í hættu.
Að auki hefur aðgangur kvenna að getnaðarvörnum vegna útgöngubanns eða tómra verslana aukið hættuna á óæskilegri þungun.
Um allan heim hafa umönnunarstörf að miklu leyti fallið í hlut kvenna. Þau hafa lagst af auknum þunga á konur því COVID-19 hefur haft í för með sér lokun skóla og aukna umönnunarþörf aldraðra.
Fleiri konur en karlar voru fyrir í óöruggum störfum og í óformlega hakgerfinu við götusölu, í húshjálp og smábúskap. COVID-19 hefur enn grafið undan fjárhag þeirra.
Á Alþjóðlega mannfjöldadeginum í dag eru allir hvatt til að gefa hlutskipti kvenna og stúlkna í kjölfar COVID-19 gaum. Þessari hvatningu er hér með komið til skila.“
Sjá nánar um Alþjóðlega mannfjöldadaginn hér.