Að jafnaði þrír til fjórir Íslendingar svipta sig lífi á Íslandi í hverjum mánuði. Óttast er að sjálfsvígum geti fjölgað í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Alþjóðlegur dagur forvarna gegn sjálfsvígum er 10.september.
Ísland er ekki sérstaklega ofarlega á lista yfir tíðni sjálfsvíga í heiminum. Fjöldi sjálfsvíga er í lægri kantinum miðað við önnur Norðurlönd með um 12,8 sjálfsvíg að meðaltali á ári á hverja 100.000 íbúa að sögn Landlæknisembættisins.
Á 40 sekúndna fresti
Einn jarðarbúi fellur fyrir eigin hendi á fjörutíu sekúndna fresti eða 800 þúsund manns á ári. Sjálfvíg er á meðal tuttugu helstu dánarorsökum fólks um allan heim, á öllum aldri. Athygli vekur að mun fleiri karlar en konur svipta sig lífi þótt sjálfsvígstilraunir kvenna séu fleiri. Þá hefur það valdið miklum áhyggjum hve sjálfsvígstíðni ungra karla – undir 25 ára- hefur aukist um heim allan, þar á meðal á Íslandi.
Alþjóðlegur dagur til að hindra sjálfsvíg er haldinn ár hvert 10.september og er Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) á meðal skipuleggjenda. Markmið dagsins er að vekja fólk til vitundar um þá staðreynd að hægt er koma í veg fyrir sjálfsvíg.
Samkvæmt nýlegri frétt hafa sjálfsvíg verið óvenju tíð hér á landi það sem af er þessu ári og er COVID-19 kennt um. Sjáflsvígsrannsóknasetur Karolinska sjúkarhússins í Stokkholmi hefur hins vegar varað við því að oft og tíðum dragi jafnvel úr sjálfsvígum á tímum kreppu, styrjalda eða náttúruhamfara en síðan fylgi holskefla eftir að eðilegt ástand kemst á aftur.
Svo mikið er víst að COVID-19 hefur fylgt mikið andlegt álag og jafnvel áföll. Einangrun, heimavinna, atvinnuleysi og minni samskipti við ættingja, vini og vinnufélaga hafa sett sitt mark á fjölda manns um allan heim. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á fólk sem glímir við andlega erfiðleika.
COVID-19 og geðheilbrigði
Bresk rannsókn hefur leitt í ljós að þriðjungur þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða segja að ástand þeirra hafi versnað vegna COVID-19.
Áfengisneysla samfara faraldarinum veldur sérfræðngum í geðheilbrigðismálum áhyggjum. Sem dæmi má nefna að fimmti hver Kanadamaður á aldrinum 15 til 49 ára hefur aukið áfengisneyslu sína. Landlæknir lýsti áhyggjum sínum þegar sala á áfengi jókst í samkomubanninu í vor og benti á að neysla áfengis væri síst til þess fallin að vinna bug á kvíða og áhyggjum.
Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar hefur hvatt fólk til þess að láta ástandið vegna kórónaveiruna ekki letja sig til að hafa samband viða annað fólk.
„Líkamleg fjarlægð á milli fólks, þarf ekki að hafa í för með sér félagslega fjarlægð. Okkur ber öllum að rækta samband við aldraða foreldra, nágranna, vini og ættingja sem búa ýmist einir eða á hjúkrunarheimilum með hvaða mögulega hætti sem er, til þess að þeir finni að þeir séu elskaðir og virtir.”
Áhersla á geðheilbrigði
WHO hefur ásamt samstarfsaðilum sínum lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Þannig hafa verið gefnir út leiðarvísar um geðheilbrigði fyrir heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur heilbrigðisstofnana, fólks sem sinnir börnum, öðrum fullorðnum, fólki í einangrun og almenningi almennt.
Af öllu þessu er ljóst að að á Alþjóðlegum degi sjálfsvígs forvarna er sérstaklega brýnt að vekja fólk til vitundar um sjálfsvíg og fornvarnir. Með því að kynna okkur málin erum við betur í stakk búin til þess að tala við þá sem kunna að hafa sjálfsvígsþanka og jafnvel talið þá ofan af því að láta til skarar skríða.
Sjáið hér hvað hægt er að gera til að vekja athyhgli á málinu á samfélagsmiðlum: hér https://www.iasp.info/wspd2019/ og hér:
https://www.iasp.info/wspd2020/wp-content/uploads/2020/09/IASP-STEP-CLOSER-WSPD-2020-Toolkit.pdf
Sjá nánar hér um sjálfsvíg og forvarnir gegn þeim:
Landlæknisembættið: https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/thema/item16400/Um_sjalfsvi
Píeta samtökin: https://pieta.is
Sjálfsvíg.is https://sjalfsvig.is
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO): https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/suicide
Alþjóðleg samtök um forvarnir gegn sjálfsvígum (International Association for Suicide Prevention) https://www.iasp.info/wspd2020/