António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar hvetur ríkisstjórnir heimsins til að grípa til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi í tengslum við COVID-19 faraldurinn.
Í ávarpi á myndbandi sagði aðalframkvæmdastjórinn að hann hvetti til að bundinn verði endi á ofbeldi alls staðar, rétt eins og hann hefði hvatt til alheimsvopnahlés áður.
„En ofbeldi er ekki bundið við vígvöllinn. Fyrir margar konur og stúlkur er ógnin á heimilinu sjálfu, þeim stað þar sem þær ættu að vera öruggastar.“
Eðlieg viðbrögð
Í ávarpinu sagði Guterres að útgöngubönn og sóttkvíjar væru eðlileg viðbrögð við COVID-19.
„En konur kunna líka að lokast inni með ofbeldisfullum sambýlingi,“ benti hann á.
„Undanfarnar vikur hefur orðið skelfileg aukning í heimilisofbeldi á heimsvísu. Í sumum ríkjum hefur fjöldi þeirra kvenna sem leita sér aðstoðar tvöfaldast.“
Heilbrigðisstarfsmenn og lögregla hafa fullt í fangi með að glíma við COVID-19, stuðningshópar eiga óhægt um vik og eru fjársveltir, Sums staðar hefur kvennaathvörfum verið lokað, annar staðar eru þau full.
„Ég hvet ríkisstjórnir til að grípa til forvarnaraðgerða og græða sár sem ofbeldið veldur. Þetta verður að vera lykilhluti af aðgerðum á hverjum stað gegn COVID-19,“ sagði Guterres.
Fjárfesting þörf
„Þetta þýðir að fjárfesta þarf í neyðarlínum á netinu og styrkja almannasamtök…. Kvennaathvörf eiga að vera hluti af grundvallarþjónustu. Það þarf að tryggja að konur geti leitað aðstoðar á öruggan hátt án þess að gerendur verði þess varir. Réttindi kvenna og frelsi eru þýðingarmikill hluti sterkra, þolgóðra samfélag,“
„Við getum og verðum í sameiningu að hindra ofbeldi, hvort heldur sem er á stríðshrjáðum svæðum eða heimilum um leið og við vinnum sigur á COVID-19,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn í ávarpi sínu.