Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) kemur saman til árlegs fundar 11.nóvember á sama tíma og hitamet hafa verið slegin og öfgafullt veðurfar hefur valdið búsifjum víða um heim.
Ráðstefnan er hin 29.í röðinni og nefnist því COP29. Hún fer fram í Baku í Aserbædjan 11.til 22.nóvember. Óhætt er að segja að litið sé á ráðstefnuna sem tækifæri til að hraða loftslagsaðgerðum.
Ráðstefnuna sækja auk leiðtoga ríkisstjórna fulltrúar atvinnulífs og borgaralegs samfélags alls staðar að úr heiminum. Markmiðið er að þoka áfram áþreifanlegum lausnum á brýnasta úrlausnarefni samtímans. Á milli fjörutíu og fimmtíu þúsund manns sækja fundinn.
Í stuttu máli má segja að fulltrúar veraldarinnar komi saman á COP29 til að semja um með hvaða hætti skuli spyrnt fótum við loftslagsvandanum og þá ekki síst með hvaða hætti halda skuli hlýnun jarðar innan við 1.5 gráðu á Celsius. Þá þarf að finna leiðir til að hjálpa þeim sem standa höllustum fæti vegna loftslagbreytinga og ná því takmarki að engin nettó losun gróðurhúslofttegunda verði 2050.
Djarfari skuldbindingar
Ríki heims vinna nú að nýjum landsmarkmiðum í loftslagsmálum, sem ganga undir heitinu NDC (Nationally Determined Contributions) og eiga þau að liggja fyrir 2025. Samkomulag náðist á síðustu ráðstefnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (The UAE Consensus) um að markmiðin skuli taka tillit til höfuðmarkmiðsins um að halda hlýnuninni innan við 1.5°C.
Þróunarríki verða að sannfærast um að fjármagn sé til reiðu til þess að hrinda þessum metnaðarfullu markmiðum í framkvæmd. Því er nauðsynlegt að niðurstaða COP29 í þeim efnum verði öflug.
Ein þriggja COP
Annað málefni sem verður í brennidepli á COP29 verður að koma fótum undir Sjóð til að bregðast við tapi og tjóni af völdum loftslagsbreytinga. Enn má nefna að ráðstefnunni ber að leysa úr læðingi ýmiss konar fjármögnunar- og stuðningslausnir. Þar ber einna hæst að stefnt er að því að tvöfalda fjármagn til aðlögunar og ljúka gerð reglna um verkferli kolefnismarkaðar.
COP29 er ein þriggja ráðstefna aðila umhverfisverndarsamninga á þessu ári. Hinar eru um líffræðilega fjölbreytni (Biodiversity COP16) og um eyðimerkurmyndun. Þetta er holl áminning um innbyrðis tengsla allra þessara vandamál og ekki er hægt að endurreisa loftslags-stöðugleika án heilbrigðs umhverfi og að sjálfbær framtíð krefst heilbrigðs lands.