COP26: Nýjar skuldbindingar nægja ekki til að ná markmiðum Parísarsamningsins

Loftslasgbreytingar.
Loftslagsbreytingar eru eitt helsta úrlausnarefni samtímans.

Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar í aðdraganda COP26 nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um viðnám við loftslagsbreytingum. Jafnvel þegar þær hafa verið teknar með í reikninginn er útlit fyrr að hitastig á jörðinni hækki um 2.7°C á öldinni. Þetta kemur fram  í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna  (UNEP) Emissions Gap Report 2021: The Heat Is On.

Í skýrslunni er leitast við að greina það bil sem er á milli fyrirhugaðra aðgerða og þess sem þörf krefur að gripið sé til. Í skýrslunni er kannað hvað felist í endurskoðuðum Landsmarkmiðum (Nationally Determined Contributions (NDCs)). Þau hafa verið kynnt í aðdraganda COP26 sem hefst í næstu viku. Komist er að þeirri niðurstöðu að þessar viðbætur við fyrri fyrirheit feli aðeins í sér 7.5% aukalegan niðurskurð losunar gastegunda sem valda gróðurhúsaloftegunda miðað við fyrri skuldbindingar. Hins vegar er þörf á 30% niðurskurði til þess að markmið Parísarsamningsins um 2°C hlýnun jarðar og 55% til að ná 1.5°C.

Nettó-núll: minnkun um hálfa gráðu

Skýrslan sem kemur út í tólfta sinn er gefin út í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). Komist er að þeirri niðurstöðu að fyrirheit um enga nettó losun geti skipt miklu máli. Ef þau fyrirheit sem liggja fyrir ná fram að ganga gæti hlýnunin minnkað um hálfa gráðu og numið  2.2°C fram að aldamótum. Hins vegur eru slík fyrirheit oft og tiðum loðin, ófullkomin og engar raunhæfar aðgerðir fylgja þeim í landsmarkmiðum ríkja fyrir 2030.

„Þetta ginnungagap á milli þess sem þarf og þess sem stefnt er að skrifast á forystuleysi,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi þegar skýrslan var kynnt.

„En leiðtogar geta enn snúið við blaðinu. Grænni framtíð er innan seilingar en nú römbum við á barmi loftslagshamfara. Tíma hálfkáks og innantómra loforða verður að ljúka.  Í Glasgow er tími kominn til að sýna afdráttarlausa forystu og brúa bilið.“

„Loftslagsbreytingar eru ekki vandamál framtíðarinnar heldur samtíðarinnar,“ segir Inger Andersen forstjóri UNEP. „Við höfum átta ár til þess að helminga losun gróðurhúsalofttegunda til þess að eiga raunhæfa möguleika á að halda hlýnun jarðar innan 1.5°C. Átta ár til að taka saman áætlanir, setja saman stefnumótun, hrinda þeim í framkvæmd og sjá til þess að skorið sé niður. Tif klukkunnar verður sífellt háværara.“

30.september 2021 höfðu 120 ríki afhent ný eða endurskoðuð landsmarkmiðm. Þau bera ábyrgð á rúmlega helming losunar gróðurhúsalofttegunda. Að auki hafa þrjú ríki sem eiga aðild að G20 hóp ríkustu landa heims tilkynnt um nýjar mildunaraðgerðir fyrir 2030.

COP26

Néttó-núll vekur vonir

Nettó-núll fyrirheit og skilvirk framkvæmd þeirra, gætu skipt sköpum að mati skýrsluhöfunda. Alls hafa 49 ríki auk Evrópusambandsins gefið slík fyrirheit. Þau ná til meir en helmings losunar, meir en helmings þjóðarframleiðslu og þriðjung íbúafjöla heimsins. Ellefu slík markmið hafa verið lögföst í ríkjum sem bera ábyrgð á 12% losunar.

Ef þessum nettó-núll markmiðum er fylgt eftir af krafti og framkvæmd að fullu, gæti hlýnunin minnkað um 0.5°C aukalega og því orðið   2.2°C við aldarlok. Hins vegar er aðgerðum í mörgum landsáætlunum slegið á frest þar til eftir 2030 og því er óljóst hvort hægt sé að standa við slík nettó-núll fyrirheit. Tólf G20 ríkjanna hafa gefið slík fyrirheit, en þau eru enn sem komið er óljós.

„Veröldin verður að vakna því við stöndum frammi fyrir mikilli hættu sem tegund,“ segir Andersen. „Þjóðum ber að marka stefnu til þess að uppfylla nýjar skuldbindignar og hefjast handa við framkvæmd innan mánaða. Nettó-núll fyrirheitin verða að vera raunhæf, tryggja ber að þau séu hluti af landsmarkmkðum og hefjast handa við framkvæmdina og flýta brýnum aðgerðum.“