Gasasvæðið. Mai Ibaid ung hreyfihömluð kona, er á meðal þeirra 89 starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem látið hafa lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið.
Mai Ibaid sagði sjálf frá því í myndbandi UNRWA, Palestinu-flóttamannahjálparinnar, þar sem hún starfaði, að hún hefði greinst með vöðvarýrnun, sem kornabarn. Fjölskylda hennar er á meðal flóttamanna á Gasasvæðinu, en þrátt fyrir fötlun sína og erfiðar aðstæður braust hún til mennta. Hún lærði forritun og fékk starf hjá UNRWA.
Mai Ibaid lét lífið á árás Ísraelshers á Gasa.
António Guterres aðalfamkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna minntist hennar á blaðamannafundi í gær.
„Mai lét hvorki vöðvarýrnunina sem hún glímdi við né að notast við hjólastól, takmarka drauma sína. Hún var framúrskarandi nemandi, varð tölvuforritari og helgaði hæfileika sína upplýsingatækni fyrir UNRA. Fordæmi hennar er mér innblástur,“ sagði Guterres.
Aldrei hafa fleiri hjálparstarfsmenn Sameinuðu þjóðanna látið lífið á jafn löngum tíma á átakasvæði og nú á Gasasvæðinu.
„Ég tek þátt í sorg allrar Sameinuðu þjóða-fjölskyldunnar og syrgi 89 starfssystkina okkar hjá Palestínu-flóttamannahjálpinni, sem látist hafa á Gasa. Margir þeirra ásamt fjölskyldum sínum. Í þeim hópi eru kennanar, forstöðumenn skóla, læknar, verkfræðingar, verðir, aðstoðarfólk og unga konan Mai.“