Bólusetningar við lömunarveiki á Gasa hefjast á sunnudag

Fjölmargir Gasabúar verða gera sér að góðu að hafast við í tjöldum.
Fjölmargir Gasabúar verða gera sér að góðu að hafast við í tjöldum. Mynd: UNRWA

 Gasasvæðið. Lömunarveiki. Bólusetningar. Umfangsmikil bólusetningarherferð gegn lömunarveiki hefst á Gasasvæðinu á sunnudag eftir að samkomulag náðist við Ísrael um vopnahlé.

Sigrid Kaag samræmandi mannúðarmála af hálfu Sameinuðu þjóðanna á Gasa skýrði frá því að samkomulag hefði náðst í grundvallaratriðum á blaðamananfundi í Brussel í gær.

Hlé á átökum

Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO, Alþjóða heilbrigðismálstofnunarinnar tilkynnti svoa að samkomulag hefði náðst um vopnahlé.

„Bólusetningarherferðin á Gasa byrjar 1.september,” skrifaði dr. Tedros á Twitter.

Ráðist var á teymi WFP örskammt frá vegatálmum Ísraelshers við Wadi Gasa brúna. Mynd: WFP
Ráðist var á teymi WFP örskammt frá vegatálmum Ísraelshers við Wadi Gasa brúna. Mynd: WFP

„Við fögnum skuldbindingum um hlé á átökum í mannúðarskyni og að íbúum verði ekki skipað á meðan að færa sig úr stað. En eina lyfið sem dugar er samt sem áður friður. Það eina sem dugar til að vernda börnin á Gasa er vopnahlé.”

Í síðustu viku var staðfest lömunarveikitilfelli og var um tíu mánaða gamalt barn að ræða.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNRWA, Palestínuflóttamannahjálpin sjá um bólusetningarnar. Ætlunin er að bólusetja rúmlega 640 þúsund börn undir tíu ára aldri.

Nacim Gaouaoui fulltrúi Alsírs ávarpar fund Öryggisráðsins. Mynd: UN News

Nacim Gaouaoui fulltrúi Alsírs ávarpar fund Öryggisráðsins. Mynd: UN News

Öryggisráðið á neyðarfundi

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til neyðarfundar í New York í gær vegna ástandsins á Gasa og herteknu svæðunum á vesturbakka Jórdanar.

Joyce Msuya starfandi forstjóri OCHA, mannúðarmálasviðs Sameinuðu þjóðanna sagði á fundinum að mannúðarstarfsmenn ynnu sleitulaust að því að koma í veg fyrir útbeiðslu lömunarveiki á Gasa, en þetta er í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem hún greinist á svæðinu.

Mike Ryan fulltrúi WHO sagði ráðinu að bólusetningarherferðin væri til marks um ákveðna breytingu hvað varðar flutning hjálpargagna til Gasasvæðisins. Nauðsyn krefði að mun meira af hjálpargögnum bærist, mun hraðar og með minni hindrunum.

Fundur Öryggisráðsins var haldinn í kjölfar aukins ofbeldis landnema á Vesturbakkanum og árás á teymi WFP, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, á Gasasvæðinu. Hætta varð starfi WFP vegna árásarinnar um sinn.