Börnunum í Aleppo er ekki hlýtt um jólin

Ahmed

Ahmed

23. desember 2016. Byssurnar hafa þagnað, að minnsta kosti í bili í Aleppo, stærstu borg Sýrlands en þjáningum íbúanna er því miður ekki lokið.

Snemma í desember skaut Ahmed, tíu ára gömlum dreng, upp kollinum í iðnaðarhverfinu Jibreen í útjaðri borgarinnar. Foreldrar hans létust í átökunum og hann og fjögur systkini hans eiga engan að til að hlúa að þeim og hlýja í vetrarkuldanum sem herjar nú á íbúana.
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til barna á borð við Ahmed og systkini hans til að þau fái að borða og lifi af veturinn.

Mörg barnanna hafa annað hvort misst eða verið týnt foreldrum sínum og eiga því sérstaklega mikið um sárt að binda. Mörg þeirra eru á meðal rúmlega sex þúsund manns sem hýrast í ískaldri vöruskemmu í Jibreen.

Lesa má áhyggjur og þreytu úr andliti Ahmeds. Hendurnar eru siggrónar og fötin eru sltin og tætt. Eins og mörg önnur börn gerir Ahmed sitt besta til að leita að og safna eldiviði en jafnvel þetta auðvelda verk er honum næstum um megn sökum þreytu.

„Vetrarmánuðurnir eru börnum erfiðir í Sýrlandi,” segir Hanaa Singer, fulltrúi UNICEF í Sýrlandi. „Ekki nóg með að hafa þraukað hörmungar átakanna, nú þurfa þau að berjast við kuldann.”

Þeim sem vilja hjálpa Ahmed, systkinum hans og fólkinu í Aleppo, er bent á söfnun UNICEF á Íslandi: https://unicef.is/syrland

Sjá nánar hér. Mynd af Ahmed:  UNICEF Syrian Arab Republic/2016/Al-Issa