Bjarni ávarpar Leiðtogafundinn um framtíðina á sunnudag

Bjarni Benediktsson forsætirsáðherra tekur þátt í leiðtogafundinum fyrir Íslands hönd. Hann sést hér með Amina Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Bjarni Benediktsson forsætirsáðherra tekur þátt í leiðtogafundinum fyrir Íslands hönd. Hann sést hér með Amina Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Leiðtogafundur um framtíðina.

Rúmlega eitt hundrað og þrjátíu leiðtogar ríkja munu taka til máls á tveggja daga Leiðtogafundi um framtíðina, sem hefst á sunnudag 22.september.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talar fyrir Íslands hönd. Hann er 33.ræðumaður á fyrsta fundinum sem hefst klukkan 2 að íslenskum tíma.

Alexander Stubb forseti Finnlands er samkvæmt hefð eini norræni þjóðhöfðinginn, sem ávarpar fund Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherrar Danmerkur og Noregs, auk Íslands eru á mælendaskrá og varaforsætisráðherra Svíþjóðar. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína senda utanríkisráðherra sína og Rússland varautanríkisráðherra.

Leiðtogafundur um framtíðina

Málsmetandi ræðumenn

Engu að síður munu margir oddvitar ríkja og ríkisstjórna sækja leiðtogafundinn, þar á meðal frá Ítalíu og Írlandi, Spáni og Póllandi, Indlandi og Tyrklandi, svo dæmi séu nefnd. Forseti ráðherraráðisns talar svo fyrir hönd Evrópusambandsins.

Þá taka til máls forsvarsmenn margra stofnana Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar heimshlutasamtaka og alþjóðasamtaka, svo sem Afríkusambandsins og Evrópuráðsins, Alþjóða ólympíusambandsins og alþjóðalögreglunnar Interpol.

Hver ræðumaður hefur fimm mínútur. Leiðtogar margra ríkja munu svo einnig ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í svokölluðum almennum umræðum, sem hefjast í næstu viku.

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa á undirbúningsfundi leiðtogafundarins.
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa á undirbúningsfundi leiðtogafundarins. Mynd. UN Photo/Laura Jarriel

Í beinni útsendingu

Leiðtogafundur um framtíðina hefst klukkan níu á sunnudagsmorgun að staðartíma í New York, en það er eitt eftir hádegi að íslenskum tíma .Þá verður samþykkt lokaniðurstaða fundarins Sáttmáli framtíðarinnar, auk Stafræns sáttmála og Yfirlýsingar fyrir kynslóðir framtíðarinnar í viðauka. Umræðurnar hefjast klukkustund eftir að fundur hefst eða um 2 að íslenskum tíma.

Guterres sagði að "gegnumbrot" væri mögulegt í viðræðum um yfirlýsingu leiðtogafundarins. Mynd: Mark Garten.
Guterres sagði að „gegnumbrot“ væri mögulegt í viðræðum um yfirlýsingu leiðtogafundarins. Mynd: Mark Garten.

Fundurinn má ekki mistakast

Samningaviðræður standa yfir um efni og orðalag, en til að samkomulag náist þarf einhug allra aðildarríkjanna hundrað níutíu og þriggja.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri hvatti aðildarríki til að sýna sveigjanleika og á blaðamannafundi í New York miðvikudag. „Ég hef ein skilaboð í dag: hvatningu til aðildarríkjanna að vinna að málmiðlunum…Fundurinn má ekki mistakast.”

Hann sagði að sá árangur sem náðst hefði þegar í viðræðunum fæli í sér að „möguleikar væru á gegnumbroti á mikvilvægum sviðum.”

 Fylgjast má með Leiðtogafundinum um framtíðina á vefsjónvarpi Sameinuðu þjóðanna, hér.    

Bráðabirgða-mælendskrá má finna hér.

Nánari upplýsingar um leiðtogafundinn eru hér og hér.