Sjálfbærni verður í brennidepli 23.september þegar efnt verður til sýninga á myndinni Stærsta litla býlið (Biggest Little Farm) í Bíó paradís með umræðum á eftir.
Íslandsbanki, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og Félag Sameinuðu þjoðanna bjóða almennngi að sjá myndina. Ókeypis er inn á sýninguna – einungis þörf að skrá sig hér. Sýningin hefst hefst klukkan átta í sal 1 í Bíó Paradís.
Stærsta litla býlið (The Biggest Little Farm) er bandarísk heimildamynd frá 2018. Myndin segir sögu John og Moly Chester en þau ákváðu að snúa baki við borgarlífi og hefja sjálfbæran búskap. En það reyndist hægara sagt en gert að lifa í samræmi við hugsjónir og í sátt og samlyndi við náttúruna og hverri ákvörðun fylgdi ný áskorun. Í Stærsta litla býlinu er brugðið upp nærmynd af lífkeðjunni og hún sýnd í nýju ljósi og spillir ekki fyrir frábær myndataka. Hanar og svín verða vinir áhorfandans sem nagar á sér neglurnar þegar refir sitja um búið og kindurnar eru í hættu.
Saga Chester-hjónanna er ekki aðeins fróðleg og áhugaverð heldur bráðskemmtileg og mannleg. Hún segir okkur mikið um þau tækifæri sem búa í nátturunni og líka um náttúru okkar mannanna. Þegar upp er staðið er Stærsta litla býlið vegvísir að betri og heilbrigðari plánetu – mynd sem fólk horfir á með bros á vör.
Skrásetning hér.
Sjá vefsíðu myndarinnar hér.
Sömu aðilar gangast svo fyrir sýningu á myndinni Stóra súkkulaðimálið í Bíó Paradís 13.október, sjá hér.